Ég hef ótrúlega gaman af því að vafra og skoða falleg heimili á samfélagsmiðlum. Hvort sem fólk er að byggja eða breyta. Og mig langar að deila hérna nokkrum reikningum hjá fólki sem mér finnst skemmtilegt að fylgjast með. Frá hugmynd að heimili https://www.instagram.com/p/CFLQ4iOA7GX/?igshid=1cc42brk4upxx https://www.instagram.com/p/CHBIEjDA4z9/?igshid=1ut753l8esj5e Svala Fanney og eiginmaður hennar eru að byggja hús á… Halda áfram að lesa Falleg íslensk heimili á Instagram
Author: raggaj89
Hættu að hrósa mér fyrir þyngdartap!
Já ég meina það. Af hverju? Ég ætla aðeins að útskýra frá mínu sjónarhorni og eigin reynslu. Þegar kemur að minni líkamsþyngd, hef ég rokkað upp og niður í þyngd í gegnum árin. Bara eins og gengur og gerist þar sem líkaminn er stöðugt að breytast og einnig breytist hann með aldrinum og margt sem… Halda áfram að lesa Hættu að hrósa mér fyrir þyngdartap!
Ólífumauk (tapenade)
Ólífumauk er að mínu mati ótrúlega gott meðlæti með mat eða fyrir mat. Mér finnst best að setja það ofan á snittubrauð og borða það sem smá snarl eða hef það með mat. Algjört smekksatriði að sjálfsögðu hvernig menn kjósa að nota það. Hér kemur uppskrift af ólífumauk sem ég geri reglulega heima. Það er… Halda áfram að lesa Ólífumauk (tapenade)
Matseðill vikunnar
Eins mikið og ég elska allan jólamatinn þá verður nú gott að komast í rútínu með vikumatseðilinn. Mér finnst líka svo gott að hafa matseðilinn tilbúinn fyrir vikuna svo ég geti skipulagt fram í tímann og sparað mér endalausu búðarferðirnar. Hann er einfaldur þessa vikuna, skólinn að byrja eftir helgi og afgangurinn nýttur í skólamáltíð… Halda áfram að lesa Matseðill vikunnar
Ráð við mígreni
Jólin eru helsti tíminn sem ég væri til í að sleppa við mígreniskast. Oft get ég ekki stjórnað því hvenær mígrenið bankar upp á en það eru nokkrir hlutir sem hjálpa til við að minnka líkurnar hins vegar. Hjá mörgum er þessi tími uppfullur af stressi og álagi og það getur haft mikil áhrif á… Halda áfram að lesa Ráð við mígreni
Robert Durst – The Jinx
Málið um Robert Durst er að mínu mati eitt það undarlegasta sem ég hef kynnt mér. Hann er sakaður um að hafa myrt þrjár manneskjur, nágranna sinn Morris Black árið 2001, vinkonu til margra ára Susan Berman árið 2000, og eiginkonu sína Kathleen McCormack Durst sem hvarf árið 1982. Hann hefur staðfastlega neitað að hafa… Halda áfram að lesa Robert Durst – The Jinx
Matseðill vikunnar
Það getur verið ótrúlegur tímasparnaður að plana kvöldmatinn fram í tímann og gera matseðla fyrir vikuna. Við gerum yfirleitt vikumatseðil og verslum inn fyrir vikuna á sunnudögum. Bæði sparar þetta pening og endalausar ferðir í búðina. Þetta hefur líka hjálpað til þegar kemur að matarsóun að því leitinu til að dóttirin getur tekið afganginn með… Halda áfram að lesa Matseðill vikunnar
Hvað þú átt ekki að segja við þunglynda manneskju og hvernig þú getur frekar hjálpað
Þegar einhver nákominn okkur glímir við þunglyndi, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur eða vinur, þá langar okkur oft að geta hjálpað og gefið einhver ráð sem gætu komið sér vel. Hins vegar getur komið fyrir að hlutirnir eru illa orðaðir eða þá að innst inni höfum við fordóma fyrir andlegum veikindum og eigum því erfitt… Halda áfram að lesa Hvað þú átt ekki að segja við þunglynda manneskju og hvernig þú getur frekar hjálpað
Sjálfsást ♡
Hvað er sjálfsást? Sjálfsást er vítt hugtak og hvað það þýðir fyrir mig, þarf ekki að þýða það sama fyrir þig. Við höfum öll svo mismunandi þarfir og misjafnt hvernig við iðkum sjálfsást. Fyrir mig þýðir það að elska sjálfa mig skilyrðislaust og vera góð við mig þegar ég þarf á því að halda. Ég… Halda áfram að lesa Sjálfsást ♡
Skólanesti – Hugmyndir
Ég held að við höfum flest orðið uppiskroppa með hugmyndir að nesti handa elsku börnunum okkar. Ég var það allavega fljótlega eftir að stelpan byrjaði í skóla en vildi ólm hafa nestið sem fjölbreyttast og litríkast. Því hún, eins og svo mörg önnur börn, borðar með augunum. Ég skipti út einfalda samlokuboxinu og fékk mér… Halda áfram að lesa Skólanesti – Hugmyndir