Katrín Eva, Lífið

Þú getur allt sem þig langar til, það koma betri tímar.

Nú eru sirka 8 ár síðan ég greindist með þunglyndi og kvíða. Þrem árum seinna póstaði ég á facebook status þar sem ég opnaði mig um mína líðan og reyndi að opna á umræðina á andlegum veikindum. En hér er mín saga eins og hún var þá og í dag hefur margt breyst.

Ég hef lengi þurft að berjast við þunglyndi og kvíða og hefur það verið svakalega hörð barátta. Ég hef hugsað lengi um að tala um þetta svona opinberlega en aldrei þorað því vegna þess að fólk í dag kallar mjög oft annað fólk sem er að reyna að opna sig um svona geðræn vandamál athyglissjúkt og það er ástæðan fyrir því að ég þorði aldrei að tala um þetta opinberlega. Mér persónulega finnst að fólk í dag ætti aðeins að hugsa hvað það er að gera mörgum með því að segja við eitthvern að hann sé athyglissjúk/ur þegar einstaklingurinn er að leita sér að hjálpar eða vill bara eins og ég geta talað um þetta og opnað umræðunna um geðræn vandamál. Þessi sjúkdómur er nefnilega mjög alvarlegur og getur valdið dauða!
Í dag eru bara því miður svo margir sem líta á þunglynt fólk sem aumingja vegna þess að sjúktdómurinn sést ekki utan á fólki nema þeir nánustu geta séð hann ef þeir hafa þekkt einstaklinginn vel og lengi. Ég sjálf þurfti mjög langan tíma til að vita hvað þunglyndi og kvíði er.

Þetta byrjaði held ég allt þegar foreldrar mínir skildu og ég lenti í einelti á ákveðnum tímapunkti í grunnskóla en þá upplifði ég mikla höfnun og sálfstraustið hrapaði niður úr öllu valdi. Upp frá því fór kvíðinn og þunglyndið smá versnandi. Ég sjálf komst ekki í skólann mjög oft í 10. bekk ég laug að mömmu og sagðist vera veik vegna þess að ég hélt bara að þetta væri leti í mér en síðan sá ég að þetta var engin leti þetta er nefnilega líka líkamlegur sjúkdómur og ég var mjög oft slöpp á morgnana og yfir daginn og ég komst bara alls ekki fram úr rúminu, það var eins og einhver sæti á mér og héldi mér niðri því ég bara komst ekki fram úr rúmminu. Ég missti til dæmis öll áhugamálin mín og fannst ekkert skemmtilegt í lífinu. Eina sem ég sá var bara allt neikvætt.

Um haustið versnuðu hlutirnir mjög hratt í kjölfar þess að besta vinkona mín flutti hinu meginn á hnöttinn og ég hélt ég myndi aldrei sjá hana aftur og það varð til þess að veröld mín hrundi. Viðbrögð mín urðu svo yfirdrifin að það var líkt og ég væri að syrgja hana ég bara grét stanslaust dag og nótt. Ég átti erfiðara og erfiðara með að koma mér fram úr rúmminu, ég ýmist svaf allan sólarhringinn eða svaf hreinlega ekki neitt. Ég hætti nánast alveg að borða og hugsaði ekkert um sjálfa mig og lokaði mig bara af inn í herbergi. Ég varð svo utan við mig og lokaðist einhvern veginn af í mínum hugarheimi að ég hætt bara alveg að muna nokkurn hlut. Ég spurði t.d. sömu hlutina aftur og aftur því ég bara hreinlega mundi ekki eftir að hafa spurt einni mínútu áður. Ég var algjörlega ólík sjálfri mér ég hætti að þrífa mig, skipta um föt eða taka til í kringum mig, mér var bara sama um allt, sem er mjög ólíkt mér því ég hef alltaf haft gaman af því að hugsa vel um útlit mitt og herbergið mitt.

Ástandið varð það slæmt að ég hætti að mæta í skólann og á endanum hætti ég í skólanum og var þá ákveðið að ég myndi prófa að fara að vinna því skólinn er mér mjög erfiður þar sem ég er með heyrnarskeðingu á báðum eyrum og athyglisbrest og gengur námið þar af leiðandi mjög erfiðlega og voru allir að vonast til þess að með því að hætta í skóla myndi álagið á mig minnka og þá myndi mér fara að líða betur. En það breytti bara ekki neinu því með því að hætta í skólanum einangraðist ég félagslega sem gerði bara allt helmingi verra.

Þegar ég kom mér á fætur þá hafði kvíðinn samt sem áður mikil áhrif á líf mitt ég þorði t.d. ekki einu sinni ein í búðina vegna þess að ég var svo hrædd um að vera ekki með nógan pening, kortið myndi ekki virka eða peningurinn væri gallaður. Svo í svona hálft ár gat ég ekki labbað framhjá innkeyrslu án þess að sveiga framhjá henni vegna þess að ég var svo hrædd um að bíllinn myndi renna á mig þó hann væri ekki einu sinni í halla. En það er náttúrunlega bara algjört rugl, en því miður þá virkar kvíðinn þannig að maður hugsar svo órökrétt og veit kannski af því en getur bara ekki breytt því og áttar sig oft ekki á því hversu fáránlegt þetta er. Ég hef margoft búið til svona allskonar í hausnum á mér því ég er með mjög mikin kvíða.

15. janúar gafst ég upp, ég bara gat ekki meir og skar mig á púls, þetta var hræðileg upplifun og ég sé enn þá fyrir mér mynd af opnu sárinu. Þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði gert varð ég rosalega hrædd og hugsunarhátturinn minn breyttist á einni mínútu. Ég fattaði að ég vildi alls ekki deyja ég þurfti bara hjálp. Ég hélt ég myndi aldrei þora að tala um sjálfsmorðstilraunina en ég get það í dag vegna þess að ég er mikið sterkari en ég var. Ég fékk þá hjálp sem ég þurfti og gengur allt miklu betur í dag, ég hafði verið hjá sálfræðingi en það var bara ekki að henta mér, nú er ég í BUG (barna og unglingageðdeild), hjá iðjuþjálfa og hjá félagsráðgjafa. Meðferðin hefur byggst á því að kenna mér að lifa með þunglyndi og kvíða og hvernig ég á að bregðast við þegar ég fer mjög langt niður. Ég er þvílikt hrædd um að setja þetta inn en ætla ég samt að gera það því ég held það muni hjálpa mér mikið að þurfa ekki að fela þetta endalaust með strekktu úri/peysu eða öðru og að vera sífellt að velta fyrir mér hverju ég eigi að svara ef einhve sér örið. Ég vona líka að sagan mín geti hjálpað öðrum sem glíma við þunglyndi og kvíða og hvetji þau til þess að leita sér hjálpar áður en það verður of seint. Ég fékk þá hjálp sem ég þurfti og er alltaf tilbúin að hjálpa öðrum sem eru að glíma við það sama og ég hef verið að ganga í gegn um.

Í dag

Í dag er ég á mikið betri stað andlega, þrátt fyrir margt sem hefur komið fyrir á eftir þessu eins og til dæmis að ég lenti í bílslysi mars 2019 og er ennþá að kljást við mikla líkamlega afleiðingar af því og auðvitað andlega líka. En málið er að þrátt fyrir allt þetta þá stend ég í lappirnar í dag og reyni að finna það jákvæða í öllu sem verður fyrir mér á mínum vegi og reyni mitt allra besta að standa mig eins og hetja !
Ég er byrjuð aftur í menntaskóla og á unnusta og hund og við búum saman á Akureyri.

Ástæðan fyrir þessari færslu er sú að mig langar að sýna fólki að þrátt fyrir erfiða tíma þá getur allt breyst og orðið betra, en auðvitað á ég slæma daga en það er bara leið að árangri. Þunglyndið er ekki jafn slæmt og það var og kvíðinn hefur minnkað.

Þú getur allt sem þig langar til !Þið getið fylgt mér á mínum miðli en þar er ég mjög opin um andlegu veikindin en á uppbyggjilegan hátt!

Minn miðill katrineva_99

2 athugasemdir við “Þú getur allt sem þig langar til, það koma betri tímar.”

  1. Þú ert baráttujaxl frænka ég er rosalega stolt af þér að koma fram og segja frá það opnaði ákveðnar leiðir hjá mér í rétta átt að segja frá öllu hjá mér
    Það er ekkert grín að kljást við þennan sjúkdóm en það gleður mig að þú ert á réttri leið :*

    Líkað af 1 einstaklingur

  2. Þú ert hugrökk og ég dáist að því hvað þú ert opinská. Það eru svo margir einir í sinni vanlíðan og dómarar götunnar fljótir að stimpla fólk aumingja án þess að þekkja til. Enginn getur lært að ganga án þess að detta. Við dettum en stöndum upp aftur. Við gerum mistök en lærum af þeim. Gangi þér allt í haginn. Þú ert frábær.

    Líkað af 1 einstaklingur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s