Uppskriftir

Parma Pizza

Pizza með parmaskinku og klettasalati er nýjasta uppáhaldið mitt. Fyrir pizzuelskandi konu eins og mig er fátt jafn skemmtilegt og að prófa eitthvað nýtt og gera það sjálf heima. Eitt það leiðinlegasta sem ég geri samt er að búa til pizzadeig og í þetta skipti langaði mig í súrdeigsbotn svo ég keypti deigkúlur frá veitingastað hér í bænum. Hér kemur listi af hráefnum sem ég notaði:

Pizzadeig
Tómatmauk (passata)
Mozzarella kúla (fersk)
Parmaskinka
Klettasalat
Ólífuolía með basil
Salt með parmesan og basil
Parmesan
Hvítlauksolía

Fletjið deigið út á plötu og smyrjið með tómatmauki. Skerið mozzarella kúluna í þunnar sneiðar og dreifið á pizzuna. Bakið við 180°C þangað til osturinn er bráðinn og botninn full bakaður.

Á meðan botninn er í ofninum er fínt að skera eða rífa parmaskinkuna í smærri sneiðar. Klettasalatið er sett í skál og við það blandað smá af ólífuolíunni og salti. Salatinu er síðan velt aðeins til í skálinni.

Þegar botninn er klár er parmaskinkunni raðað á og síðan klettasalatinu. Í lokin er parmesan rifinn yfir og pizzaendinn pennslaður með hvítlauksolíu.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s