Mitt allra nýjasta áhugamál er að föndra í Bullet Journal bókina mína.
Ég er ennþá að skipuleggja bókina og er langt í frá að ná að klára hana.
En eins og er þá er ég búin að gera nokkrar blaðsíður, viku síðu, mánaðar, key síðu og fleira.
Ég ætla bara að fara létt yfir það hvað ég er búin að vera að gera og hvernig ég skipulegg mig.











Ég leyfi myndunum að útskýra sig svolítið sjálfar, en ég á eftir að klára til dæmis að merkja síðuna þar sem ég skrái niður kg. En ég tek það fram að ég er ekki að hvetja fólk til þess að létta sig vegna holdafars heldur er ég með þessa blaðsíðu þar sem ég persónulega þarf að fara eftir vigtinni en ekki holdafari.
En vonandi gaf þessi færsla ykkur einhverja hugmynd um hvernig þið getið gert ykkar eigin Bullet Journal bók. Væri ótrúlega gaman ef þið gætuð sent mér myndir úr ykkar bókum inná mitt instagram.
En þangað til næst !
Minn miðill ~ katrineva_99
