Sakamál

Sönn sakamál á Netflix – 2. hluti

Nú fer páskafríið að skella á og eflaust eru nú þegar margir komnir í frí snemma vegna nýrra takmarkana. Er þá ekki tilvalið að henda sér í gott hámhorf þessa daga ef þú hefur ekkert betra að gera. Hér kemur annar góður listi yfir ótrúlega spennandi sakamála þætti/myndir sem þú getur séð á Netflix og ef þú varst ekki búin að kíkja á 1. hluta þá geturðu gert það hér.

AMERICAN MURDER
The Family Next Door

Árið 2018 hvarf hin ófríska Shanann Watts ásamt dætrum sínum tveimur, Bella, 4 ára og Celeste, 3 ára. Málið vakti mikla athygli enda með öllu stórundarlegt. Fjölskyldufaðirinn Chris Watts lá strax undir grun um eitthvað saknæmt þar sem hegðun hans þótti afar einkennileg við fyrstu sýn. Ótrúlega athyglisverð mynd í alla staði með upptökum af viðtölum og fleira.

KILLER INSIDE:
The Mind Of Aron Hernandez

Aaron Hernandez var leikmaður New England Patriots og átti framtíðina fyrir sér í þeim efnum. Árið 2013 var hann handtekinn fyrir morðið á Odin Lloyd, kærasta systur eiginkonu Aarons. Hann var sakfelldur fyrir morðið árið 2015, en á meðan réttarhöldunum stóð var hann einnig ásakaður um annað morð sem framið var 2012. Hann var sýknaður af því morði. Ég mæli með þessari mynd.

THE STAIRCASE

Í þessari mögnuðu þáttaröð eru 13 þættir sem fylgja Michael Peterson í gegnum réttarhöld vegna dauða eiginkonu hans árið 2001. Fullt af myndefni og viðtölum þar sem farið er ítarlega yfir dauða Kathleen Peterson og einkalíf og fortíð Michael. Ég hef tvisvar sinnum farið í gegnum þessa þætti og get ekki enn myndað mér skoðun hvort maðurinn er sekur eða saklaus.

DON’T F**K WITH CATS
Hunting An Internet Killer

Ég horfði gapandi á þessa þætti og kláraði þá á met tíma. Ótrúlega spennandi þættir sem fjalla um morðingjann Luka Magnotta og hvernig hópur fólks á samfélagsmiðlun tók sig saman um að koma upp um hann, eftir að hann deildi tveimur myndböndum af sér drepa tvo kettlinga. Meira á þó eftir að koma í ljós enda Luka einstaklega sérkennilegur og dularfullur. Hreint út sagt ótrúleg saga og þættirnir ákaflega spennandi.

Eigið gott hámhorf!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s