Katrín Eva, Lífið

Skipulag á frystinum

Ég veit fátt skemmtilegra en að skipuleggja, hvort sem það er heima hjá mér, í náminu eða annað.
Mér finnst það líka gera margt svo miklu auðveldara, ég veit nákvæmlega hvar allt er geymt og það auðveldar rosalega þrif.
Það að opna frystinn og vita nákvæmlega hvar allt er, er ótrúlega þæginlegt !

Hér er mynd af frystinum, til þess að þið getið séð skipulagið í öllum frystinum.

Ég tók kjúklingabringur, fisk og hamborgara úr pakkningunum og skipti þeim niður í máltíðir. En það tekur svo miklu minna pláss í frystinum og eina sem ég þarf að gera er að taka út einn poka þegar ég ætla að hafa eitthvað af þessu í matinn.

En í efstu hillunni lengst til hægri hef ég raðað upp fisknum.

Síðan beint fyrir neðan hann setti ég hamborgara og hamborgarabrauð.

Í neðstu hillunni eru baguette brauð, brauð og ávextir fyrir smoothies.

Hér hef ég sett 4 kjúklinabringur í hvern poka og raðað þeim í körfuna.

Í þessari körfu eru franskar.

Þetta er karfan fyrir neðan franskarnar, en hér hef ég sett rifinn ost, skingu og bacon og ég setti síðan snitzel ofan á þetta vegna þess að mig vantaði pláss.

Hér geymi ég hakk og pizzadeig.

Hér eru frosnir ávextir fyrir smoothies.

Vonandi hjálpar þetta þeim sem hefur alltaf viljað betra skipulag á frysinn hjá sér og hvað þá fyrir þá sem eru með lítinn frysti eins og ég. Því það er svo miklu þægilegra að vera með allt á hreinu.

Minn miðill ~ Katrineva_99

Þangað til næst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s