Uppskriftir

Hin eina sanna íslenska kjötsúpa

Ég elska ekta íslenska kjötsúpu og var hún oft elduð þegar ég var krakki. Hingað til ég hef ég alltaf keypt tilbúna súpu þar sem við erum fá í heimili og því ekki nennt að búa hana til sjálf. En þar sem hún er mikið keypt er miklu ódýra að kaupa í hana og búa til sjálfur og frysta nokkra skammta. Og auðvitað er alltaf best að gera sína eigin útgáfu og bæta í það sem maður vill. Hér er því um stóra uppskrift að ræða en auðvitað er hægt að elda hana í minna magni.

Hráefni sem þarf:

2,5 kg súpukjöt
5-6 lítrar vatn
2 rófur
8 kartöflur
8 gulrætur
½ hvítkálshaus
2 laukar
1 poki súpujurtir
1 dl hrísgrjón
2 msk salt
3 msk kjötkraftur (Oscar)
1 tsk pipar
1 tsk chiliflögur

Vatnið er sett í pott. Kjötið er síðan skolað og sett út í og soðið í u.þ.b. 45 mínútur. Eftir að suðan kemur upp myndast froða efst sem gott er að ausa upp úr.

Á meðan kjötið er soðið er grænmetið gert tilbúið. Kartöflur, gulrætur og rófur eru skrældar og allt grænmetið er skorið í teninga. Laukurinn er saxaður smátt.

Þegar kjötið er tilbúið er það veitt upp úr pottinum og sett til hliðar. Mér finnst gott að bæta 1 lítri af vatni til viðbótar í pottinn. Öllu grænmetinu ásamt kryddum, súpujurtum, hrísgrjónum og krafti er síðan bætt út í pottinn.

Á meðan súpan mallar í smá tíma og kjötið hefur kólnað lítillega er það skorið af beinunum, sinar hreinsaðar af og skorið í mátulega litla bita sem síðan fer aftur í pottinn. (Ég sker ekki alla fitu af en gott er að taka þykkustu fituna í burtu, algjört smekksatriði.) Súpan er svo soðin með kjötinu í 10-15 mínútur.

Síðan leyfi ég súpunni að kólna í pottinum áður en ég skammta hana niður í frystinn. Og að sjálfsögðu er hún í kvöldmatinn, smá afgangur settur í ísskápinn og barnið tekur svo með sér í skólann daginn eftir, enda í miklu uppáhaldi.

Súpan endist vel í kæli í allt að 4 daga. Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s