Uppskriftir

Himneskt rautt pestó

Ég er ofboðslega hrifin af góðu pestói. Pestó er hægt að nýta í bæði matargerð t.d. út a pasta eða kjúklingrétti o.fl. en mér þykir það best ofan á gott brauð sem meðlæti. Það er heldur fátt sem mér þykir skemmtilegra en að búa til eigin uppskriftir af því sem mér þykir gott og prófa mig þannig áfram. Hér er ljúffeng uppskrift af rauðu basilíku pestói.

Hráefni:

1 krukka (285 gr) sólþurrkaðir tómatar (hakkaðir)
15 blöð fersk basilíka
50 gr. furuhnetur
2 hvítlauksgeirar
Lófafylli rifinn parmesan
Salt og pipar eftir smekk
Reykt paprikukrydd eftir smekk

Furuhneturnar eru léttristaðar á pönnu. Kryddaðar með reyktu paprikukryddi.

Öllu hellt í matvinnsluvél/blandara. Ég notaði olíuna sem kom með tómötunum í stað ólífuolíu enda mun bragðmeiri og ég vil hafa ríkjandi bragð af tómötunum.

Ég er mjög hrifin af parmesan og setti því lófafylli út í. Það má vera meira eða jafnvel minna, eftir því hvað menn vilja. Síðan er maukað vel. Ég vil hafa mitt pestó í grófari kantinum.

Virkilega gott og alveg fullkomið að mínu mati. Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s