Sakamál

Sönn sakamál á Netflix – 1. hluti.

Ég held ég sé búin að horfa á allar heimildarmyndir á Netflix og meira til þegar kemur að sönnum sakamálum. Ég er líka mjög dugleg að reyna að troða þeim inn á fólkið í kringum mig en því miður eru fáir sem ég þekki sem hafa jafn mikinn áhuga á þessu, og ég. Hér kemur listi af nokkrum sem ég mæli með að þú horfir á.

MAKING A MURDERER

Steven Avery eyddi 18 árum ævi sinnar í fangelsi fyrir glæp sem síðan kom í ljós að hann framdi ekki og var hann því látinn laus árið 2003. Ekki löngu seinna, eða árið 2005 er hann ákærður fyrir morðið á Teresa Halbach og dæmdur árið 2007. Þættirnir fjalla ítarlega um líf Steven Avery og fjölskyldu hans og baráttu fólks við að sanna sakleysi hans í annað sinn.

THE DISAPPEARENCE OF MADELEINE MCCANN

Hvarf Madeleine McCann hefur líklega heltekið heimsbyggðina hvað mest þegar kemur að mannshvörfum. Í þáttunum er farið yfir vinnubrögð portúgölsku lögreglunnar og hvað mögulega gæti hafa orðið um hina 3 ára stúlku sem hvarf þegar hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Praia da Luz árið 2007.

WHO KILLED LITTLE GREGORY?

Árið 1984, í Frakklandi, hverfur 4 ára drengur að nafni Gregory Villemin. Foreldrar hans höfðu tilkynnt hann týndan til lögreglu og sama dag fannst lík hans í á. Málið á eftir að vinda upp á sig og ýmsar kenningar koma í ljós.

THE CONFESSION KILLER

Ein sú allra ótrúlegasta þáttaröð sem ég hef horft á fjallar um Henry Lee Lucas sem árið 1983 játaði á sig yfir 200 morð. Mörgum árum seinna átti þó eftir að koma í ljós að játningar hans voru uppspuni frá upphafi til enda. Hvernig stóð á því að Henry játaði öll þessi morð á sig? Um það er fjallað í þessari þáttaröð og hvernig lögregla mataði hann upplýsingum um óleyst morðmál sem einungis hinir sönnu morðingjar hefðu vitað.

AMANDA KNOX

Heimildarþættirnir Amanda Knox fjalla um morðið á hinni bresku Meredith Kercher árið 2007 og var það mál mikið í fjölmiðlum um allan heim. Bandaríska Amanda Knox hafði flust til Ítalíu sem skiptinemi og deildi íbúð með öðrum skiptinema frá Bretlandi, Meredith Kercher. Sú síðarnefnda fannst myrt á heimili þeirra og voru þau Amanda og kærasti hennar Raffaele Sollecito, sakfelld fyrir morðið. Amanda eyddi 4 árum ævi sinnar í ítölsku fangelsi, var sakfelld en síðar sýknuð af morðinu. En hvar drap Meredith?

NIGHT STALKER

Ein nýjasta viðbótin á Netflix er Night Stalker sem fjallar um raðmorðingjann Richard Ramirez sem ógnaði lífi Kaliforníubúa frá 1984 til 1985 þegar hann svo loksins náðist. Glæpir hans eru með þeim hryllilegustu sem framdir hafa verið.

Þetta er einungis brot af því góða efni sem hægt er að finna á Netflix og ég mæli svo sannarlega með því að kíkja á þessar ef þú hefur óbilandi áhuga á sakamálum, hvort sem það eru leyst eða óleyst mál.

1 athugasemd við “Sönn sakamál á Netflix – 1. hluti.”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s