Auður Birna, Lífið, Sakamál

Morð og mannsrán.

Þann 15 október 2018 var ráðist inn á heimili Closs fjölskyldunnar í Barron,Wisconsin.

Árásarmaðurinn hafði reyndar tvisvar sinnum komið að heimili fjölskyldunnar en gugnaði í bæði skiptin af hættu á að skilja eftir vitni. Fyrst þann 5 október og aftur tveimur dögum seinna. En þann 15 október mætti hann í þriðja skiptið og í þetta skipti var hann vopnaður skammbyssu, svart klættur og með svarta grímu fyrir andlitinu. Hann fór uppað húsinu og bankaði á hurðina faðir Jayme, James Closs kom til dyra en opnaði ekki heldur lýsti á gerandann og bað hann um að sína sér skilríki þar sem hann hélt að gerandinn væri lögreglumaður. Gerandinn hinsvegar brást við með því að skjóta á hurðina sem því miður hitti James sem lést. Gerandinn braut upp hurðina og æddi inní húsið þar sem Jayme og móðir hennar Denise voru. Þær höfðu læst sig inná baði þegar þær heyrðu byssuskotin og Denise hafði náð að hringja á neyðarlínuna, hún sagði ekkert í síman en sú sem svaraði í síman hjá neyðarlínunni heyrði öskrin og lætin áður en símtalið slitnaði svo. Þá hringdi starfsmaður neyðarlínunnar til baka í númerið og fékk þá talhólfið hjá Denise og þar með hafði hún staðsetningu á símtalinu og gat sent strax viðbragðsaðila á staðinn. Á meðan viðbragðsaðilar voru á leiðinni skaut gerandinn Denise þannig hún lést og teipaði síðan Jayme á ökklum og úlnliðum. Hann dró síðan Jayme útúr húsinu og setti hana í skottið á bílnum sínum. Lögrelgan var aðeins um fjórar mínútur á leiðinni eftir að útkallið kom en þegar þeir komu að húsi Closs fjölskyldunnar var gerandinn á bak og burt með Jayme og kom að foreldrum hennar látnum. Gerandinn mætti lögreglunni á leiðinni með Jayme heim til sín. 

Yndislega Jayme Closs.

Þegar gerandinn kom með Jayme heim til sín lét hann hana skipta um föt og fara svo undir rúmið hans þar sem hann var búinn að græja lok þannig það var engin undankomu leið. Lögreglan byrjaði samstundis að leita af Jayme og það gerðu þeir fram á síðasta dag. Fyrirtæki sem foreldrar Jayme þau James og Denise unnu fyrir voru búin að gefa út að sá sem myndi finna Jayme fengi 25000 dollara fyrir. Það var svo seinnipartinn þann 10 janúar 2019 að lögreglan fékk símtal frá konu í nágrenninu sem sagðist hafa Jayme Closs hjá sér. Hún hafði verið að labba með hundinn sinn þegar hún hafði séð unga stelpu aðeins klædda í þunna skyrtu, leggings og skó sem voru alltof stórir á hana, sem reyndust síðar vera af gerandanum. Konan sem heitir Jeanne Nutter þekkti Jayme strax frá öllum myndunum af henni sem höfðu verið í fréttum síðustu mánuði. Jeanne fór strax með Jayme til næsta nágranna og hringdi strax í lögregluna. Jayme sagði síðar lögreglunni að maður sem heitir Jake Patterson hafði drepið foreldra hennar, rænt henni og haldið henni fanginni á heimili hans sem var aðeins rétt hjá. Lögreglan fór strax með Jayme af svæðinu því þeir vildu ekki ógna lífi hennar.

Hér sést húsið sem Jake hélt Jayme og húsið sem Jeanne hringdi í lögregluna úr.

Jayme gat gefið mjög nánar upplýsingar af Jake Patterson og af bílnum hans og tók það því lögregluna aðeins nokkrar mínútur að finna hann en hann keyrði einmitt framhjá húsinu sem Jeanne hafði farið með Jayme inní. Lögreglan stöðvaði bílinn hans og sagði Jake um leið og hann fór útúr bílnum “I did it” eða ég er gerði þetta. Farið var með Jayme á sjúkrahús og þar voru gerð heilsufarsskoðun á henni, morguninn eftir var hún útskrifuð og fékk frænka hennar Jennifer Smith forræði fyrir henni og hjá henni hefur Jayme búið síðan. Hægt og rólega er hún á ná sér á strik eftir þessa hræðilegu lífsreynslu. Þann 24 janúar 2019 tilkynnti fyrirtækið sem foreldrar Jayme unnu fyrir að peningurinn sem átti að fara til þeirra sem myndi finna Jayme fengi hún sjálf fyrir að bjarga sjálfri sér. 

Jake Thomas Patterson var fundin sekur fyrir tvöföldu morði af yfirlögðu ráði fyrir að hafa myrt James og Denise Closs, einnig var hann dæmdur fyrir mannrán og vopnað rán. Hann fékk tvöfaldan lífstíðar dóm án þess möguleika á að fá skilorð og einnig auka 40 ár fyrir mannránið. Jake Patterson var aðeins 21 árs gamall þegar hann framdi voðaverkin. Hann hafði fylgst með Jayme Closs í langan tíma áður en hann framdi verknaðinn.

Jake Patterson við réttarhöldin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s