Lífið

Draugasögur

Þar sem það voru gríðalega góðar viðtökur á færslunni Draugasögur og aðrir yfirnáttúrulegir atburðið og ég fékk sent til mín ótrúlega mikið af sögum þá ákvað ég að henda í aðra færslu!
Vonandi hafi þið gaman af !

~ Ég var 16 ára og nýbyrjuð með strák. Einhverntímann er ég að fíflast í myrkrinu og laug að honum og vinum hans að ég hefði séð gamla konu og hann varð mjög skelkaður. Ég leiðrétti lygina og þurfti að fullvissa hann um að ég hefði bara verið að ljúga. Þá sagði hann mér frá gamalli konu sem stóð oft yfir honum á nóttunni. Eina nóttina gisti ég hjá honum. Við erum að fara að sofa þegar ég byrja að heyra eins og útvarpstruflanir. Glugginn var opinn og mér fannst þetta koma að utan. Ég kíkti út og sá ekkert, enda sneri glugginn bara að garði í órækt, en hljóðið virtist hækka eða færast nær. Skyndilega snýr hann sér upp að veggnum og segir dauðskelkaður: „Hún er að koma!“ Ég auðvitað fríkaði út og reyndi að fá hann til að snúa sér aftur að mér en ég fraus þegar ég heyrði eins og inniskó dragast eftir gólfinu. Eins og hún væri að fikra sig nær rúminu og dró lappirnar. Ég lá undir sænginni og grét og svitnaði í það sem mér fannst vera öll nóttin. Ég sá aldrei neitt en fæ ennþá ónot þegar ég hugsa um þetta. Ég gisti oft hjá honum eftir þetta án þess að verða vör við neitt líkt þessu Seinna heyrði ég af fleira fólki sem kannaðist við útvarpstruflanir þegar eitthvað draugatengt var í þann mund að gerast.

~ Fyrir nokkrum árum bjuggum við skötuhjúin í hálfgerðum hjalli á horni Snorrabrautar og Hverfisgötu. Svefnherbergið okkar var á sér hæð og við höfðum farið að sofa eitt kvöldið. Hann á töluvert auðveldara með að sofna en ég og yfirleitt vaki ég í lágmark 1-2 tíma eftir að hann sofnar. Þessa nótt var ég í þann mund að sofna þegar ég sný mér á hlið og er litið að stól sem var mín megin við rúmið en þar var eins og sæti maður í kjólfötum. Nýpressaður og fínn sat hann þarna og horfði beint í augun á mér, hreyfingarlaus. Mér auðvitað dauðbrá og hætti alfarið við að sofna en á sömu mínútunni byrjar maðurinn minn að tala upp úr svefni, um manninn í jakkafötunum. Ég ákvað að svara honum og spurði um hvaða mann hann væri að tala. Þá svaraði hann, steinsofandi og með lokuð augun: „Ertu blind? Þessi sem situr í stólnum!“ Það þarf ekki að ítreka það neitt að ég vakti að sjálfsögðu til morguns.

*Í sögunni hér að neðan hefur nafninu verið breytt *

~ Mamma mín átti heima í Svíþjóð og ég fór í heimsókn til þeirra svo sætum eitt kvöldið að fá okkur smá bjór. Við sitjum þarna úti að spjalla og allt í einu segir hún við Guðrúnu
“ ef þú deyrð á undan mér viltu þá láta mig vita “ ég horfði á hana og sagði ef þú geri það líka við mig ju við ætluðum að gera þetta, ég er svo viss um hún hafi vitað að hún var komin með krabbamein en sagi það engum ég man bara hvað það var erfitt að segja bless við hana, ég fer til Íslands og hún deyr studdu eftir á og eitt hvöldið þegar ég var að far að sofa, og ég grét í koddan og sagði upphátt “ mamma varstu ekki búinn að gefa mér loforð þú fórst á undan „. En vitið það þessu augnabliki fylltis herbergið af ilvatninu hennar um allt herbergi og ég fann að það settist einhver niður hjá mér ég man hvað ég var ánægður.

~ Þegar ég var lítil þá horfði ég oft á opið milli í hlerunum á ganghurðinni, en ég sá alltaf hvort einhver var að labba framhjá og í hvaða átt hann var að fara. En þarna sá ég einhvern labba framhjá inná ganginn og svo aftur eins og einhver labbaði á eftir því inná ganginn. Ég hugsaði “ ef þetta gerist einu sinni enn þá er þetta draugur“ og þá var gengið aftur sömu leið… ég fór því fram og athugaði hvort mamma og pabbi hefðu verið að labba inná gang en þá sögðu þau að þau höfðu verið í tölvunni lengi og hefðu því ekkert staðið upp. Og að systir mín væri sofandi… í dag er ég viss um að þetta hafi verið draugur.

~ Þegar ég var unglingur þá bjuggum við í einbýlishúsi í sirka hálft ár. En eitt kvöldið þegar ég var að fara að sofa var eins og pínu litlar verur væru að hoppa frá spegilsbrúninni og uppá fataskápinn minn, aftur og aftur.
En ég og systir mín erum hand vissar um að það sé eitthvað í þessu húsi því það var orðið þannig að við þorðum ekki að vera einar heima, en leið og við fluttum þá vissum við að við værum öruggar í nýju íbúðinni og vorum því ekkert hræddar.

~ Ég bjó ein í pínu lítilli íbúð. Og á tímabili vaknaði ég á hverri einustu nóttu á milli 3 og 5 um nóttina. Ég fann líka rosalega mikið á mér eins og ég væri ekki ein í íbúðinni. Síðan einn daginn hreyfðist poki sem hékk á skúffu húninum (þetta sem maður heldur í þegar maður opnar skúffu) allir gluggar voru lokaðir og pokinn var frekar þungur svo það var ekki séns að hann gæti hreyfst til án þess að einhver ýtti við honum. Ég fékk því nóg og fór til fjölskyldu mína yfir helgina og þegar ég kom aftur heim þá fann ég að það var farið.

~ Þetta byrjar í raun þannig að maður kemur einn að skoða íbúðina. Ég ákvað að hafa formann húsfélagsins með, því hann bjó beint á móti mér og kæmi því til með að hitta leigjandann hvað mest. Þessi maður kom vel fyrir, var vel til hafður og ekkert út á hann að setja. Hann talaði um að hann og konan hans væru búin að selja húsið sem þau höfðu búið í, í áratugi og væru að bíða eftir íbúð sem var verið að byggja. Þau væru reglusöm og skilvís. Ég fór fram á þriggja mánaða tryggingavíxil eins og oft tíðkaðist þá. Það var ekkert mál og hann tók íbúðina á leigu og skrifaði undir samning. En ekki er allt gull sem glóir.
Eftir nokkrar vikur þurfti ég að gera kröfu til sýslumanns um útburð, vegna vangoldinnar leigu, ónæðis í húsinu, slæmrar umgengni ofl. Það gekk síður en svo hnökralaust fyrir sig. Að mér vitandi hafði viðkomandi verið sóttur í tvígang af sjúkrabíl. Hann svaraði ekki í síma, né kom til dyra.
Ég fór til lögreglunnar og spurði hvort ég mætti fara inn til þess hreinlega að athuga hvort maðurinn væri lífs eða liðinn. Það mátti ég ekki. Útburðarkrafan var samþykkt en það tók dágóðan tíma að fá henni framfylgt, þar sem sýslumaður frestaði henni a.m.k. í þrígang. Leigjandinn hafði sýnt af sér ógnandi hegðun, bæði gagnvart öðrum íbúum hússins, sem og mér og ég var hrædd við hann. Ég óskaði svo eftir því að lögreglan kæmi með mér og yrði til vitnis um það að ég væri ekki að brjóta lögin eða leigusamninginn, því ég vildi fara inn og athuga hvort viðkomandi væri lifandi.
Nei, það voru þeir ekki til í, en EF hann myndi ráðast á mig, ÞÁ mætti ég hringja í þá!!! Ég átti ekki orð. En það gerist svo loks að útburði er framfylgt. Ég hafði farið nokkrum sinnum úr vinnu í öðru bæjarfélagi til þess að vera viðstödd, svo var alltaf frestað á síðustu stundu, svo ég treysti þessu ekki og fékk því ættingja minn til að fara í mínu umboði. Nota bene. Það átti að bera manninn út á föstudegi, því var svo frestað um einn dag og svo frestað aftur fram á mánudag. Á þessum mánudegi fara lögregla, fulltrúi sýslumanns og minn fulltrúi í það að bera manninn út. Það er skemmst frá því að segja að þeir koma að manninum látnum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk hafði maðurinn látist seint á laugardagskvöld eða snemma á sunnudeginum.
Íbúðin var í rúst! Það þurfti að fá sérstakt hreingerningafyrirtæki og meindýraeyði til að hreinsa íbúðina áður en hægt var að fara þar inn. Svo kemur að því að ég ásamt föður mínum byrja að gera upp íbúðina. Það þurfti að rífa allt gólfefni af stofu og eldhúsi og lagfæra innréttingu ofl. Allt gekk vandræðalaust fyrir sig í byrjun, við rifum upp gamlan kork gólfdúk og þegar í eldhúsið er komið kemur þessi agalegi fnykur, svo sterkur að það var vart líft þar inni. Þegar ég byrja svo að kvöldi til á eldhúsinnréttingunni, fer ég að finna fyrir dropum falla á hvirfilinn á mér, að mér fannst. Ég hugsaði, „ekki segja mér að þakið leki líka!“ En nei, ekkert slíkt og ekki rigning úti.
Þetta gerist ítrekað og alltaf strýk ég yfir hausinn og finn enga bleytu. Pabbi var með mér þarna og hann fann vissulega lyktina en fann ekki fyrir dropum. Eitt kvöldið fór pabbi heim í fyrra fallinu og ég hélt áfram að vinna í eldhúsinu. Enn byrjuðu „droparnir“ að falla á mig. Ég hugsaði mér mér að ég hlyti að vera orðin galin en ákvað að hafa samband við prest í bæjarfélaginu, það gæti nú ekki gert neitt illt að blessa íbúðina.
Presturinn hitti mig nokkrum dögum síðar í íbúðinni en ég var ekki búin að fara þangað í nokkra daga, þótti það óþægilegt. Hann skýrir fyrir mér hvað hann ætli að gera, hann fari með sálma og bænir og það eina sem ég átti að gera, var að standa og halda hurðinni inn í íbúðina opinni og halda á logandi kerti sem hann hafði með sér. Ég gerði það og þegar presturinn fer inn og byrjar að fara með eitthvað sem ég man ekki hvað var, man ég að ég hugsaði „vá, mér líður eins og ég sé í „The Exorcist“.
Eftir einungis nokkur skref inn í íbúðina, heyri ég prestinn taka andköf og strunsa út úr íbúðinni. Hann hallar sér áhyggjufullur upp að hurð nágrannans og andar hratt, á sama tíma og hann þylur upp bæn í hálfum hljóðum. Og þarna stóð ég eins og illa gerður hlutur, skjálfandi á beinunum, með mitt kerti og í minni eigin „Exorcist“ senu.
Eftir það sem virtust allavega 5 mínútur fyrir mér (gæti hafa verið mun styttra) fór presturinn að anda rólega og gekk inn í íbúðina og sagði „hann er farinn í ljósið“.
Hann talaði um að viðkomandi hefði alls ekki verið tilbúinn til að fara og hefði verið reiður. En væri nú kominn á góðan stað. Hann lét mig fá lítinn kross og bað mig að setja hann á bakvið innréttinguna í eldhúsinu, þar sem hann sæist ekki og færi ekkert. Ég fann ekkert eftir þetta.

Nokkrar stuttar en góðar

“ Þegar ég var lítill þá bjuggum við fjölskyldan í tveggja hæða einbýlis húsi út í sveit. Þegar við vorum á neðri hæðinni þá var alltaf eins og einhver væri að ganga á efri hæðini og öfugt. Þó svo að enginn var uppi…“

“ Þegar ég var andvaka vegna þess að mér leið svo illa og ég var alein í herberginu þá var potað í mig og ég var ekkert hrædd heldur róaðist ég mikið niður og leiðð betur og náði að sofna, ég held þetta hafi verið amma mín og mér þykir mjög vænt um þetta augnablik“

“ Ég vaknaði um miðja nótt og það var eins og hundur lægi ofaná löppunum á mér, ég „dustaði“ sængina og þá fór þetta og ég sofnaði um leið, ég held þetta hafi verið hundurinn sem við áttum sem hafði dáið stuttu áður“

“ Þegar ég var lítill heyrði ég mömmu mína kalla á mig og ég fór því til hennar og spurði afhverju hún væri að kalla en hún kannaðist ekkert við það, við vorum ein heima“

“ Það kviknaði allt í einu á ljósinu inní geymslunni, en þar er hreyfiskynjari sem kveikir ljósin, þetta hefur 2 gerst og bæði skiptin á nóttu til „

“ Ég átti hring frá ömmu minn sem er látin og ég setti hann á kallax hilluna mína eins og ég gerði oft, ég fann hann síðan ekki þegar ég ætlaði að ná í hann en eftir einhvern tíma fann ég hann á stað sem hann hefði aldrei geta komist á nema einhver hefði sett hann þangað. Ég fór í sund og geymdi hringinn á öruggum stað þar sem engin hefði getað séð hann, ég hef ekki séð hann síðan og ég held hún hafi komið og sótt hann „


En þangað til næst !
Minn miðill ~ katrineva_99

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s