Matseðlar

Matseðill vikunnar

Mér þykir fátt betra en að skipuleggja matseðil fyrir vikuna og versla það sem þarf. Og vita að ég þarf ekki að fara daglega út í búð og reyna að finna eitthvað í kvöldmatinn. Bæði tekur það alltof mikinn tíma og meiri peninga. Við reynum yfirleitt að versla inn fyrir vikuna á laugardagsmorgnum því það hentar okkur svo vel. Svona lítur matseðillinn okkar út fyrir næstu daga.

Laugardagur
Djúpsteiktur kjúklingur og ostastangir.

Sunnudagur
Steiktar hakkbollur og kartöflumús.

Mánudagur
Pönnusteikt bleikja og grænmeti.

Þriðjudagur
Kjötsúpa og brauð m/pestó.

Miðvikudagur
Grjónagrautur og lifrapylsa.

Fimmtudagur
Ritzkexbollur, vorrúllur og súrsæt sósa.

Föstudagur
BBQ rif, hrásalat og franskar.

Uppskrift af ritzkexbollunum er að finna hér.

Ég stefni á að græja heimatilbúna súrsæta sósu og hef verið að skoða uppskriftir. Hún ætti ekki að vera flókin og ef hún heppnast vel kemur inn uppskrift.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s