Kjúklinga tortillas er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og við höfum það í matinn minnst 1 sinni í mánuði. Þetta er einfalt og tekur stuttan tíma að búa til.
Hráefnin sem þarf:
Kjúklingur 600 gr.
Beikon 200 gr.
Salsa
Ostasósa
Tortilla
Sýrður rjómi
Fajita krydd
Okkur finnst best að nota suis vide rodizio kjúklingabringurnar frá Ali. Það er hægt að nota hvaða kjúkling sem er og einnig krydd eftir smekk.

Kjúklingur og beikon er skorið smátt.

Fyrst er beikonið steikt vel á pönnu. Næst fer kjúklingurinn út á og kryddað með fajita kryddi. Eftir nokkrar mínútur á pönnunni fara ca. 5 tsk. af salsa út á. Öllu er blandað vel saman og steikt í smá stund.

Síðan setjum við ostasósu á tortillur. Við notum stórar, 6 í pakka.

3 msk. af kjúklingaréttinum í hverja tortillu sem síðan er lokað og settar í ofnskúffuna. (Má líka nota eldfast mót).

Vefjunum er raðað þétt saman og svo er rifnum osti stráð yfir.

Inn í ofn í ca. 20 mínútur eða þangað til osturinn er vel bráðinn og gylltur.

Borið fram með sýrðum rjóma. Það er auðvitað hægt að velja sér meðlæti eftir smekk en okkur þykir þær bestar eingöngu með smá sýrðum rjóma ofan á.
Verði ykkur að góðu.
