Katrín Eva, Lífið, Uppskriftir

Ljúfengur piparosta-beikonborgari

Við vorum að nýta það sem við áttum til heima og gera geggjaðan hamborgara úr því! En við erum bæði á því máli að þessi er sá allra besti sem við höfum smakkað og hvert og eitt hráefni er algjörlega ómissandi.

Það sem þarf :

Hamborgara

Hamborgarabrauð

Beikon

Piparostur frá ms

Rjómi

Rifinn ostur

Gúrka

Ananas í dós

Sultaður rauðlaukur

Sítrónukrydd

Steikar- og grillkrydd

Ég byrja á því að taka fram hamborgarana og steiki þá á pönnu og krydda með sítrónukryddi og steikar- og grillkryddi, ég stilli helluna á 7. Á meðan þá sker ég niður fjórar gúrkusneiðar og geri ananasin til.

Þegar hamborgarinn er næstum því til þá skelli ég tveim beikon sneiðum með á pönnuna og leyfi því að steikjast á meðan ég geri sósuna.

Piparostasósan

Ég byrja á því að hita piparostinn í örbylgjuofn í u.m.þ.b 45 sec eða þangað til hann byrjar að lyfta sér smá. Því næst set ég hann í pott og set rjóma útí eftir smekk. Ég hef helluna stillta á 7. En það tekur svona 2 – 6 mín að gera sósuna.

Þegar beikonið er til þá skelli ég rifnum osti á borgarann og leyfi honum að vera á pönnunni í um 30 sec. Ég tek borgarann og beikonið af og leyfi hitanum á pönnunni að hita brauðið.

Þegar sósan ég tilbúin þá set ég hana ofan á botninn og toppinn, næst set ég gúrkuna og ananasinn síðan hamborgarann og beikonið og að lokum sultaðan rauðlauk ofan á beikonið.

Ég leyfi mynd af lauknum að fylgja þar sem ekki allir vita um hvaða lauk ég er að tala.

Verði þér að góðu ! ♡

Minn miðill katrineva_99

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s