Lífið

Opnum umræðuna. Meira.

Það er kominn aðeins meira en mánuður síðan ég opnaði mig í viðtali við mbl.is varðandi andleg veikindi. Ég var mjög efins hvort ég ætti að gera þetta og dagana áður en viðtalið var birt, langaði mig að hætta við. Þarna var kvíðadjöfullinn að rugla í mér og segja mér að gera þetta ekki.

Daginn sem viðtalið kom út upplifði ég allar heimsins tilfinningar og var svolítið lítil í mér. Ég fékk ógrynni af skilaboðum frá bæði fólki sem ég þekkti og þekkti ekki. Og þeir sem þekkja mig vel vita að ég hef aldrei sótt í né líkað að vera miðpunktur athyglinnar. Mér þótti þetta afar óþægilegt en á sama tími mikill léttir því í leiðinni gat fólk sem hefur mætt mér á lífsleiðinni, hvort sem það fólk er enn í mínu lífi eða ekki, mögulega skilið hvernig mér líður. Af hverju ég er eins og ég er.

Aðalmálið var samt að vekja athygli á þörfu málefni og normalísera umræðu um geðsjúkdóma. Síðasta sumar fór ég að opna mig með mín veikindi á samfélagsmiðlum. Hægt og rólega fann ég skömmina og fordómana sem ég hafði gagnvart sjálfri mér, minnka töluvert. Fólk fór að hafa samband við mig og tengdi mikið við það sem ég hafði að segja, og sjálft fann það fyrir mikilli skömm sem það hafði í sinn garð. Skömmin kemur vegna fordóma og skilningsleysis samfélagsins. Og það er vegna fáfræði. Svona vindur þetta upp á sig. Og ég trúi því að með aukinni umræðu komi meiri skilningur og enn meiri fræðsla.

Eftir viðtalið dró ég mig aðeins til hlés. Ekki viljandi. Ég fór aðeins inn í skelina mína til að ná andanum og hlúa að sjálfri mér. Ég var allt í einu að fá athygli sem ég bjóst ekki við, þakkir fyrir að opna mig og ekkert annað en falleg hvatningarorð. Ekki misskilja mig, ég er gríðarlega þakklát og meyr yfir því að hafa hjálpað einhverjum, gefið einhverjum von og verið til staðar og spjallað við bláókunnugt fólk sem þurfti a því að halda.

Ég ætla að halda áfram að gera mitt besta og leggja mitt af mörkum í að normalísera þessa umræðu. Ég mun halda áfram að sýna frá mínu ferðalagi í gegnum súrt og sætt og vera nákvæmlega ég sjálf. Það er ekkert eins frelsandi og fallegt og að gefa sjálfum sér rými til að vera maður sjálfur.

Og munum, við sem erum með geðsjúkdóma erum ekkert minna virði. Við höfum sama tilverurétt í samfélaginu, við eigum sama rétt á heilbrigðisþjónustu og þeir sem eru líkamlega veikir. Við finnum líklega fyrir meira mótlæti en með opnari umræðu tekst okkur að minnka fordóma og auka skilning samfélagsins.

Ef þú vilt fylgjast með mér á Instagram, vertu velkomin. Þú getur gert það hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s