Uppskriftir

Ofnbakaður fiskréttur

Samtýningur úr ísskápnum sem varð að þessum dásamlega fiskrétti. Ég átti þorskbita í frosti og langaði í eitthvað ótrúlega gott.

Hráefnin sem ég notaði:

Þorskur
Paprika
Laukur
Rjómi
Villisveppaostur
Rifinn ostur

Raða í eldfast mót. Salt & pipar yfir.

Saxa niður papriku og lauk og steiki á pönnu. Smá hvítlauksduft og reykt paprikukrydd yfir.

Næst helli ég rjóma yfir og ríf niður smá villisveppaost út í. Leyfi þessu að malla þar til hefur þykknað aðeins.

Sósunni er síðan hellt yfir fiskinn og rifinn ostur ofan á. Inn í ofn í 20 mín. á 180°.

Meðlætið var að þessu sinni kartöflubátar steiktir á pönnu og kryddaðir með paprikukryddi og chilipipar.

Verði ykkur að góðu ♡

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s