Lífið, Valdís Ósk

Hvernig er að vera einstæð mamma í heimsfaraldri?

Núna þegar Sveinn að verða 1 árs núna í Febrúar þá datt mér í hug að það yrði ansi áhugavert að segja frá hvernig það er að vera einstæð mamma í þessum heimsfaraldri.

Svenni fæðist 19.Febrúar, fæðingarorlofið byrjar þannig auðvitað á mikli inniveru þar sem veðrið var hræðilegt á þeim tíma. Svo þegar veðrið er orðið betra þá skellur Covid-19 veiran. Við á Íslandi urðum samt svo heppin ( samt ekki) að það urðu ekki strax, þannig það náðist að halda einhverja mömmuhittinga en þeir urðu ekki margir þar sem veiran kom með hörku.

Í sumar reyndi ég að nýta hvert einasta góða veður til að fara út í göngu með vinkonum mínum eða jafnvel ein. Það var svo þæginlegt að skella podcast eða góða tónlist og labba á meðan Svenni svaf. Ég labbaði næstum allt ef veðrið var gott, aðalega því hann svaf svo vel í kerrunni. Einnig átti ég afmæli í Júlí, varð 23 ára. Fyrsta afmælið sem ég upplifði sem mamma og hvað þá einstæð mamma.

Einnig ákvað ég að leita mér aðstoðar frá bæði lögfræðing og geðhjúkrunarfræðing sem hjálpuðu mér að vinna á erfiðleikum sem ég varð fyrir og fá smá hvíld frá sumum hlutum. En ég ætla ekki að fara frekar í það. En ég vildi bara segja takk, þið vitið hver þið eruð.

Þriðja bylgjan var með þeirri erfðustu sem mér fannst. Ég veit ekki hvort það var af því að veðrið var ekki spes á móti því að geta ekkert gert vegna fjölda takmarkanna eða hvað. Mér fannst orðið svo erfitt að geta ekki farið til ömmu og afa þar sem þau er jú í áhættuhóp vegna aldurs.

Þessi bylgja einkenndist frekar mikið af miklu þunglyndi og kvíða, og jú mögulega af maníu, en í sumar játaði ég mig sigraða af mikillri vanlíðan og kvíða og fór á lyf. Enda hafði ég lennt í ýmisslegum persónulegum hlutum sem sló mig alveg út úr kortinu. En sem betur fer hef ég svo góða að sem voru alltaf til staðar fyrir mig og aðstoðuðu mig svo afskaplega mikið, gæti án gríns ekki verið þakklátari.

Í september skráði ég mig í SemíPrívat hóp hjá Metabolic, ég gjörsamlega dýrkaði það. Mér fannst mjög leiðinlegt að það þurfti að loka ræktinni þar sem ég var komin svo vel afstað, en svona var þetta. Það sem ég dýrkaði samt við þessa stöð er að ég gat verið með Svenna með mér á æfingu þar sem ég gat ekki alltaf fengið pössun fyrir hann. Enda hafði hann alltaf gott af því að vakna með mér og koma á smá æfingu.

Þrátt fyrir að stöðin lokaðist þá reyndi ég ennþá að nýta veðrið þegar það var gott, sem var þó ekkert oft og fór í göngutúra. Frá Október og þangað til núna er ég búin að vera frekar kvíðin og þráðurinn frekar stuttur, en læt aldrei bitna á barninu.

Þó svo að ég sé að segja frá hvernig einhverjir mánuðir eru búnir að vera þá er þetta hvernig mánuðirnir sem ég man eftir. Hvernig ég er búin að redda mér, sem einstæð mamma, þar sem jú þetta er mest krefjandi en samt besta hlutverk sem ég hef fengið, sérstaklega þegar heimsfaraldur er í gangi. Þessi faraldur hefur kennt mér aðalega að vera góð við hvort annað, sýna skiling og síðast en ekki síðst, velja vel fólkið sem þú vilt umgangast. Alls ekki velja einhvað fólk sem er bara að fara vera með neikvætt hugafar í kringum þig.

En þangað til næst,
Verum góð við hvort annað og verum þakklát fyrir sem við höfum.

-Valdís Ósk ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s