Katrín Eva, Lífið

Mér finnst bara ekkert skrítið að við vitum ekki hvað má og hvað ekki þegar okkur er ekki kennt þessa hluti!

Ég veit ekki hversu oft ég hef pælt í þessu og velt fyrir mér afhverju það er ekkert búið að gera í þessu ennþá daginn í dag, það er komið 2021 og við erum ekki komin lengra en þetta!
En ég veit það er verið að berjast fyrir þessu og langar mig því að deila þessu líka svo sem flestir sjá þetta og því meiri líkur á að tekið verður á þessu.

Þegar ég var í grunnskóla þá var kynfræðsla kennd mesta lagi 4 sinnum á 10 árum, hversu breinglað er það?
Ég skil bara ekki afhverju þessu hefur ekki verið breytt. En ég veit að þetta er ekki bara í skólanum sem ég var í heldur flest öllum skólum ef ekki öllum. Það er svo mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að við fræðums um kynlíf og kynferðisleg samskipti á milli tveggja einstaklina.
Hvað er í lagi og hvað ekki ?

Flest okkar ef ekki öll höfum farið í gegnum okkar grunnskóla ár og farið í okkar fyrstu kynfræðslu í kringum 7 bekk. Í mínum skóla kom skólahjúkkan og skipti bekknum í tvo hópa, strákar saman og stelpur saman. Skólahjúkkan byrjaði á stelpunum. Hún sagði stelpunum afhverju þær fara á blæðingar og frá hættu kynsjúkdóma og hvernig er hægt að smitast, næst koma strákarnir. Hún kenndi strákunum hvernig á að setja smokkinn á og líka frá hættu kynsjúkdóma og hvernig er hægt að smitast.

Mér finnst bara ekkert skrítið að við vitum ekki hvað má og hvað ekki þegar okkur er ekki kennt þessa hluti.
Að mínu mati ætti kynfræðsla að vera skyldu fag í öllum skólum, bæði grunnskólum og framhaldsskólum. Það ætti að vera einn tími á viku þar sem það er farið ýtarlega í allt saman til dæmis eins og hvaða ranghugmyndir gefur klám manni, hvað er kynlíf, hvað er kynferðislegt ofbeldi, að þú ein/n stjórnar því hvað er gert við þig og svo framvegis.

Þegar ég hef rætt um þetta við fólk sem ég þekki að þá hafa margir sagt mér frá því að strákar vissu til dæmis ekki af því áður en þeir fóru að vera með stelpum að þær fá líka hár á rassinn, þær eru með útferð, hvernig tíðarhringurinn virkar, að það sé eðlilegt að eiga erfitt með að fá bóner, að það kæmi sæði þegar þeir hafa runkað sér og svo framveigis.
Stelpurnar hafa sagt mér að þær vissu heldur ekki af þessari útferð og voru því mjög óöruggar þegar það kom að því. Þær vissu heldur ekki að þær fengu hár á rassinn, og sumar vissu ekki einu sinni að það væru þrjú göt þarna niðri, leggöng, pissugat og rassgat, að einungis lítill hópur kvenna fengi fullnægingu í gegnum leggöng og , þær halda að það sé eitthvað að hjá þeim, skömmin fyrir því getur verið rosaleg og miklu fleira sem ég get nefnt.
Hversu breinglað er þetta, að þau þurfi að afla sér upplýsingar um þetta sjálf í stað þess að þeim væri kennt þetta í skólanum!

Ég ætla að koma með nokkra punkta um hvaða áhrif það getur haft að hafa almennilega fræðslu um þessa hluti í skólum.

  • Við myndum þá vita að það er EKKI í lagi að senda óumbeðnar nektarmyndir.
  • Við myndum þá vita að það má alltaf hætta við þó svo að kynlífið sé byrjað.
  • Við myndum þá vita að kynlíf ÁN samþykkis er NAUÐGUN, LÍKA þegar annar aðilinn neyðir hinn að gera eitthvað sem hann er ekki tilbúin til þess að gera.
  • Við myndum þá vita að það er EKKI í lagi að vekja einstaklinginn með kynlífi ÁN þess að vera búinn að fá samþykki fyrir því
  • Við myndum þá vita að það að tala saman skiptir gríðalega miklu máli !

En það er ekki endilega bara kynfræðslan sjálf sem þarf að bæta inn í skólakerfi heldur líka hvað við getum verið öll mismunandi og að það sé í lagi að vera í sambandi með sama kyni og að það ætti ekki að þurfa að „tilkynna“ það þegar fólk kemur útúr skápnum. Það eitt og sér er frekar leiðinlegt að fólk geti ekki verið eins og það vill án þess að það sé „flokkað“ í einhverja hópa. Það skiptir ENGU máli hvort þú sért samkynheigð/ur, trans, bi, straight eða hvernig þín kynhneigð og kynvitund er! Ég er samt alls ekki að segja að fólk megi ekki tilkynna sína kynhneigð heldur finnst mér að samfélagið geri ráð fyrir því að það sé „normið“ að allir séu gagnkynheigðir og að þeir upplifa sig sem það kyn það fæddist. Með fræðslu um kynhneigð og kynvitund í grunnskólum væri hægt að ná til barna sem upplifa sig ekki sem gagnkynheigð eða sís og halda betur utan um þau því oft er raunin sú að þau börn upplifa sig sem óvenjuleg eða eru einmanna því þau vita ekki afhverju þeim líður svona.
Skólinn er gerður til þess að kenna okkur og þetta er eitthvað sem þarf virkilega að fara vel yfir.

En ég gæti talað endalaust um þetta og mun mögulega gera aðra færslu tengt þessu en ég ætla að láta þetta gott heita í bili og vonast til þess að fólk taki þetta til sín og hvað þá skólar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s