Lífið

Falleg íslensk heimili á Instagram

Ég hef ótrúlega gaman af því að vafra og skoða falleg heimili á samfélagsmiðlum. Hvort sem fólk er að byggja eða breyta. Og mig langar að deila hérna nokkrum reikningum hjá fólki sem mér finnst skemmtilegt að fylgjast með.

Frá hugmynd að heimili

Svala Fanney og eiginmaður hennar eru að byggja hús á Grenivík og hafa það sem ég tel eitt fallegasta útsýni landsins. Ótrúlega skemmtilegt ferli og gaman að fylgjast með þeirra draum verða að veruleika.

Þórdís Eva

Ótrúlega fallegt heimilið hennar Þórdísar og ég dolféll fyrir þessu fallega barnaherbergi og smáatriðunum sem einkenna hennar stíl. Mæli með að kíkja á hana.

Petra Breiðfjörð

Ef þú hefur gaman af því að skoða falleg heimili ásamt skemmtilegum DIY verkefnum, þá mæli ég svo sannarlega með því að kíkja á Petru.

Ester heima í Kjós

Ester og fjölskylda byggðu sér sumarhús í Kjós í dásamlegu umhverfi sem þau fluttu síðan í. Ekki skemma fallegu hundarnir hennar fyrir, Panda og Von sem elskar að horfa á sjónvarpið. Fallegt og notalegt heimili.

Hildur Hvassó

Hildur Gunnlaugs heldur úti skemmtilegum reikningi bæði með endurgerð á húsinu sínu og DIY verkefnum. Virkilega fallegt heimili og að mínu skapi, með fullt af fallegum plöntum sem lífga upp á þetta flotta heimili.

Agnes Aspelund

Ef þú hefur ekki nú þegar verið að fylgjast með byggingu og framkvæmdum hjá Agnesi þá myndi ég byrja núna. Smekklegt og stílhreint heimili.

Þóra Birna

Þóra og maðurinn hennar eru nýbúin að klára húsið sitt og sýndu frá öllu ferlinu á Instagram. Nóg að gera hjá þessari ungu flottu fjölskyldu sem nýlega fjölgaði í.

Þetta eru einungis nokkrir af mörgum sem ég hef gaman af því að fylgja en læt þetta duga í bili.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s