Lífið

Hættu að hrósa mér fyrir þyngdartap!

Já ég meina það. Af hverju? Ég ætla aðeins að útskýra frá mínu sjónarhorni og eigin reynslu. Þegar kemur að minni líkamsþyngd, hef ég rokkað upp og niður í þyngd í gegnum árin. Bara eins og gengur og gerist þar sem líkaminn er stöðugt að breytast og einnig breytist hann með aldrinum og margt sem spilar þar inn í.

Það sem ég hef tekið eftir hins vegar er að einu skiptin sem ég fæ útlitstengd hrós er þegar ég grennist. Þá er það svo frábært að ég skuli vera orðin grönn og sé grennri en síðast þegar manneskjan sá mig. Fólk vill ólmt fá að vita hvernig ég fór nú að þessu og hvaða aðferðir ég notaði. Ég skal segja ykkur hvaða aðferðir ég notaði og hugsið svo aðeins um það hvort þið mynduð samt hrósa mér fyrir þyngdartapið eftir þá vitneskju.

Í öll skiptin voru það andleg veikindi, áföll í lífinu eða líkamleg veikindi. Í öllum þessum aðstæðum gat ég ekki látið ofan í mig mat vegna vanlíða. Kvíði, þunglyndi og erfiðir tímar í mínu lífi höfðu þau áhrif að ég hafði enga matarlyst eða skilaði matnum vegna líkamlegra veikinda. Ég fékk kannski ælupest og léttist eins og það á til að gerast og þá var næsta manneskja mætt með þyngdartaps hrósið og vildi fá að vita hvernig ég fór að þessu.

Ég var slæm af þunglyndi í margar vikur kannski og átti erfitt með að borða. Léttist auðvitað. Hróslestin var mætt. Stór hluti hróslestarinnar vissi hins vegar hvað ég var að ganga í gegnum en hey, ég var búin að léttast og það var geggjað! Ég fékk nóróveiru fyrir mörgum árum og léttist hættulega hratt. Var létt fyrir og mátti ekki við því að léttast meira. En auðvitað leit ég brjálæðislega vel út samkvæmt hróslestinni því kílóin fuku af. Ég svaf ekki og það litla sem ég borðaði skilaði sér strax.

Ég glími við þunglyndi og kvíðaröskun og þegar ég er sem verst, hverfur öll matarlyst. Ég hef ekki löngun eða orku í að borða. En það er samt svo frábært að léttast maður!

Það sem ég er að reyna að segja er, hugsaðu þig tvisvar, þrisvar eða jafnvel fjórum sinnum um það áður en þú hrósar manneskju fyrir þyngdartap, hvað er á bakvið þyngdartapið. Er það markmið aðilans að léttast? Var aðilinn að bæta lífsvenjur sínar til að öðlast heilbrigðara líferni? Og hvort sem það er málið, er aðal atriðið að léttast? Er það bara þá sem manneskjan á skilið hrós? Þurfa hrós að vera útlitstengd? Og þó að manneskja þyngist, er hún þá minna virði? Hvað eru þessi hrós að segja manneskjunni ef hún fær þau bara þegar hún léttist?

Prófaðu að hrósa fyrir annað en útlit.
Þú ert góð móðir.
Þú ert góð vinkona.
Þú ert frábær í þínu áhugamáli.
Mér þykir þú skemmtileg.

Við erum öll meira en útlit. Hugsum áður en við tölum ♡

Ég er á Instagram þar sem ég kem mikið inn á eigin líkamsvirðingu og andlega heilsu. Finnið mig hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s