Uppskriftir

Ólífumauk (tapenade)

Ólífumauk er að mínu mati ótrúlega gott meðlæti með mat eða fyrir mat. Mér finnst best að setja það ofan á snittubrauð og borða það sem smá snarl eða hef það með mat. Algjört smekksatriði að sjálfsögðu hvernig menn kjósa að nota það.

Hér kemur uppskrift af ólífumauk sem ég geri reglulega heima. Það er einfalt og fljótlegt og þarf ekki mörg hráefni í það.

Ólífumauk
1 krukka steinlausar ólífur (grænar)
3-4 tsk sólþurrkaðir tómatar
1-2 hvítlauksgeirar
1 msk virgin ólífuolía
1/2 msk balsamik edik

Öllu hráefninu er blandað saman í matvinnsluvél og maukað. Það er smekksatriði hversu fínt eða gróft maukið er. Það er líka hægt að saxa ólífurnar, tómatana og hvítlaukinn handvirkt og blanda svo öllu saman ef menn kjósa að mauka gróft.

Svo er bara að velja sér gott brauð og njóta. Maukið er einnig tilvalið út á pasta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s