Katrín Eva, Lífið

Draugasögur og aðrir yfirnáttúrulegir atburðir

Ég hef gríðalega miknn áhuga á öllu yfirnáttúrunlegu og þá sérstaklega draugum/öndum. Ég veit ekki hversu oft ég hef googlað „draugasögur“ og alltaf kemur það sama, sem ég er löngu búin að lesa. Ég er nefnilega alls ekki góð í ensku svo það hentar mér ekki að lesa draugasögur á ensku en það er til endalaust af yfirnáttúrunlegu lesefni um allt internetið en til örfáar á íslenskunni.
Þannig að ég ákvað að „taka málin í mínar hendur“ og skrifa sjálf færslu.
Ég er inní facebook groupu sem heitir „Sannar íslenskar draugasögur“ og ég spurði þar hvort það væru ekki einhverjir sem vildu senda mér sögur sem þau hafa heyrt eða lent í. Ég fékk alveg slatta af sögum, draugasögur, álfar/huldufólk, fyrirboðar og fleiri óútskýrðum atburðum. Ég hef að sjálfsögðu sögurnar nafnlausar.

Draugasögur

~ Þegar eg var 4 ára gömul þá missti ég frænda minn.
Í 2-3 mánuði eftir að hann dó þá geymdum við bílinn hans í bílastæðinu heima.
Á hverju kvöldi þegar ég átti að fara inn í mitt herbergi kom ég alltaf grátandi fram því “maðurinn” var inni í herbergi. Miðað við lýsingar mínar á þessum manni þá stemmdi það við að þetta væri frændi minn. Þetta gekk svona allt þar til bíllinn var seldur. Þá fóru þessar sýnir að minnka. En eftir það kom það reglulega fyrir að ég vaknaði á kvöldin, var með opna hurðina á herberginu mínu. Þá fannst mér oft eins og einhver stæði í hurðagættinni, hallaði sér upp að dyrakarminum og fylgdist með mér. Ég varð aldrei hrædd við þetta við hurðina, í fyrstu hélt ég að þetta væri bara pabbi að horfa inn til mín, þangað til ég fattaði að pabbi minn væri ekki heima hann var í það skipti úti á sjó. En þessi vera i hurðagættinni hefur að öllum likindum verið þessi frændi minn því hann og pabbi minn voru mjög líkir.

~ Þegar ég var yngri, hef verið svona 6-7 ára og við mamma bjuggum á Sólvallargötuni í keflavik á annari hæð. En eitt kvöldið vorum við að horfa a sjónvarpið inni í stofu og við heyrum eins og einhver sé að tala inní eldhúsi og við frjósum og mamma horfir a mig og spyr hvort ég heyri þetta líka og ég sagði já og þá allt í einu kemur þessi mikla vindlalykt og mamma fer inni eldhús og ser tvo bolla á borðinu…

~ Fyrir 3 árum fór ég með elstu dóttir minni í heimsókn til vinkonu sinnar og hún tók litlu stelpuna sinnar með og við sátum í smá tíma og fengum okkur kaffi en svo þegar við vorum að fara heim sagði ég við hana svakalega var eldri stelpan lík mömmu sinni, dóttir mín sneri sér að mér og sagði “mamma hún á bara eina sem var þarna”, ég sagði “nei það var önnur og hún er alveg eins og mamma sin hún var alltaf að koma í dyrnar í eldhúsinu, þær voru 3 að leika sér ég man meiri segja í hvernig fötum hún var”, en ég fékk svo að vita að þar voru bara tvær eftir allt en ég sá 3 saman, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé svona.

~ Þetta gerðist bara núna fyrir stuttu, um jólin. Ég bý sem sagt í sveit og við hjónin erum með vinnufólk hjá okkur sem hjálpar til við sveitastörfin.
En einn daginn þegar ég og 10 ára gamli sonur minn erum í kaffistofunni í hesthúsunum að brasa að þá sé ég að það er einhver að labba inná hesthúsið og ég vissi bara að þetta væri vinnumaðurinn. En síðan nokkrum sekúndum síðar ætlaði ég að ná tali á honum og fer inní hesthúsið en hann er hvergi. Ég spyr þá son minn hvort hann hafi séð hann en hann segist ekki hafa séð hann. Því næst fer ég í fjárhúsin þar sem hann hefði verið að vinna og spyr hvort hann hefði verið í hesthúsunum en hann neitar líka.. svo það er spurning hvað var þetta sem ég sá….

Álfar og huldufólk

~ Þegar ég var i kringum 12 ára. Þá var ég stödd á austfjörðum á bóndabæ sem tilheyrir ættinni minni. Ég og frændi minn vorum að vinna við að búa til stíflu í læk. Við þurftum að færa fullt af grjóti. Dagurinn gekk vel og það var tekið að liða á daginn. Við ætluðum að klára að færa örfá grjót áður en við færum að mjólka. En þá drapst á dráttarvélinni. Frændi minn sem þekki þessa vél mjög vel, fann ekkert að henni. Við ákvaðum þar sem það var svo stutt i mjaltir að geyma vélina þarna og rölta heim. Daginn eftir fórum við aftur að vélinni og hún rauk í gang og við gátum klárað verkið. Við höldum að þarna hafi verið huldufolk sem hafi viljað flytja úr grjótinu áður en við myndum færa það.

~ Ég og maðurinn minn vorum að byrja að búa og fluttum í Þverholtið í Mosó og það var maður í blokkini sem sagði að undantekningalaust þegar pör fluttu í þennan stigagang flytja þau út í sitthvoru lagi. Við lentum í því að hlutir voru að fljúa úr hillum ítrekað. Einn daginn var ég ein heima og er inní eldhúsi og er að ganga frá og er bara ein heima að mér er litið til hliðar og hliðiná mér stendur lítill drengur, sá bara skuggamynd af honum og hann var bara í nokkrad sec og svo hvarf hann. Ég ræddi þetta ekki neitt við manninn minn því ég var viss um að ég hefði bara eitthvað verið að sjá ofsjónir.. nokkrum dögum seinna er maðurinn minn að gera eitthvað í eldhúsinu þegar ég heyri að hann gefur frá sér hljóð eins og honum hafi brugðið og ég spyr hvort það sé ekki allt í lagi og þá seigir hann “ Ég get svo svarið það að það stóð lítill drengur hliðiná mér“ hjartað tók kipp því ég vissi þá að ég hafði ekki verið að sjá ofsjónir. Mér skillst að þegar Þverholtið var byggt gerðust flullt af skrítnum hlutum því það þurfti að taka klettana sem er á bakvið, það hafi marg oft bilað vinnuvélar og þessháttar við byggingu. Og er talið að þetta séu álfar og huldufólk. Við fluttum út í sitthvoru lagi tæpu ári seinna. Við erum samt gift í dag og allt í góðu en nágranninn sagði þetta þegar við fluttum inn.

Fyrirboðar og aðrir óútskýrðir atburðir.

~ Eitt sinn dreymdi mig að ég var stödd í kirkju. Það var dimmt í kirkjunni og það var óhugur í mér. Eg var þarna inni og er eitthvað að tala við prestinn. Þá kemur einn frændi minn labbandi inn í kirkjuna (þetta var ss frændi minn ur móðurætt). Hann gengur til mín og segir við mig. “ þetta er allt í lagi. Það eru 33 látnir hérna fyrir utan, en þú átt bara þrjá af þeim”. Ég vakna og skil ekkert i þessum draumi. Daginn eftir fáum við tilkynningu að einn ættingi úr móðurætt hefði látist. Nokkru síðar látast tveir aðrir ættingjar úr þessari fjölskyldu. Sá þriðji sem lést var jarðaður í 33. Jarðaförinni á því ári í þeirri kirkju sem ég var stödd í í draumnum

~ Alveg frá því ég var lítil hef ég alltaf verið með þá minningu að við fjölskyldan höfðum horft á Grudge myndina saman, þegar að það átti að hafa gerst hef ég verið í kringum 5 ára aldur. Ég var alltaf rosalega hrædd við strákinn í myndinni og sérstaklega atriðið þar sem hann situr við rimlanna. Í mörg ár þorði ég ekki að sjá hann vegna þess að mér þótti hann svo óhugnarlegur. Eftir mörg ár án þess að pæla í myndinni þá dreymdi mig að það væri portrait mynd af honum í stærð A3 sirka í ramma uppá vegg í stofunni. Þá fór ég að spyrja foreldra mína afhverju í ósköpunum við hefðum verið að horfa á þessa mynd með þeim og svona ungar, litla systir mín var þá um 3 ára gömul. En þau könnuðust ekkert við þetta og þá þegar ég var eldri að þá vissi ég alveg að þau horfðu aldrei á hryllingsmyndir, þeim myndi ekki detta það í hug… og það var ekki möguleiki á því að ég hefði getað horft á hana sjálf þar sem tæknin var ekki orðin svona góð og maður þurfti að leiga spólur ef maður vildi horfa á bíó myndir.
En þann dag í dag veit ég ekki hvernig allt þetta gerðist …

Ég vil þakka þeim sem sendu mér sögur og leyfðu mér að nota í færslunni ♡
En ég fékk svo mikið af sögum að það er efni í aðra færslu svo hver veit nema það komi önnur draugasögufærsla ?

En þangað til næst !
Minn miðill – katrineva_99

1 athugasemd við “Draugasögur og aðrir yfirnáttúrulegir atburðir”

  1. Bakvísun: Draugasögur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s