Eins mikið og ég elska allan jólamatinn þá verður nú gott að komast í rútínu með vikumatseðilinn. Mér finnst líka svo gott að hafa matseðilinn tilbúinn fyrir vikuna svo ég geti skipulagt fram í tímann og sparað mér endalausu búðarferðirnar. Hann er einfaldur þessa vikuna, skólinn að byrja eftir helgi og afgangurinn nýttur í skólamáltíð daginn eftir.
Laugardagur
Pizza frá Greifanum.
Sunnudagur
Tacoskeljar, hakk og grænmeti.
Mánudagur
Skyr og brauð með áleggi.
Þriðjudagur
Heill kjúklingur og djúpsteiktar franskar.
Miðvikudagur
Kjötsúpa og baguette m/pestói.
Fimmtudagur
Bjúgu, jafningur og kartöflur.
Föstudagur
Heimatilbúin pizza með alls konar áleggjum.
