Auður Birna, Lífið

Leikskólataskan

Mér finnst lang bestar plast töskurnar úr Söstrene Grene sem leikskólatöskur. Það er hægt að fá þær í mismunandi stærðum, þær eru með rennilás og endast mjög lengi og vel.

Það sem þarf að vera í leikskólatöskunni yfir vetrartíman:

Góður snjógalli – Hlýr en einnig með góða vatnsheldni.

Pollagalli – Á meðan það er einn daginn snjór og næsta dag +10° er nauðsynlegt að hafa pollagallan alltaf með sér í leikskólan!

Hlý innan undir föt – Hvort sem það eru flísföt eða ullarföt, best er fyrir minnstu börnin að hafa heilgalla en þá er oft hægt að fá uppí stærð 98/104!

Nóg af góðum vettlingum er nauðsynlegt! – Stundum er farið oftar en einu sinni út og þá er nauðsynlegt að börnin séu með fleiri en eitt par af vettlingum ef þeir verða blautir í fyrraskiptið! Einnig er gott að hafa mismunandi tegundir af vettlingum góðar lúffur, pollavettlinga og ullarvettlinga.

Húfur – Góða lambhúshettu sem gapir ekki yfir eyrunum. Ef fólk kýs að hafa ekki lambhúshettu að hafa þá góða húfu og kraga.

Ullarsokkar – Heimaprjónuðu ullarsokkarnir eru alltaf bestir

Kuldaskór og stígvél – Nauðsynlegt er að hafa bæði góða kuldaskó og stígvél, stígvél geta verið alveg ótrúlega hál á veturnar en kuldaskór blotna oft í gegn í mestu hlákunni.

Það sem þarf að vera í leikskólatöskunni yfir sumartíman:

Pollagalli – Pollagallinn þarf alltaf að vera í leikskólanum. Ég mæli með því að fólk sé ekki með fóðruð pollaföt yfir sumartíman þar sem oft er mjög heitt úti en rigning,

Stígvél – Stígvélin þurfa einnig alltaf að vera í leikskólanum þar sem veður breytist hratt. 

Góð peysa og buxur / heilgalli – Oftar en ekki er gott veður en samt sem áður frekar kalt. Þá er mjög gott fyrir börnin að hafa t.d. flísföt til að geta farið í. 

Strigaskór – Léttir og góðir strigaskór og skemmir ekki ef það er auðvelt fyrir börnin að klæða sig í þá sjálf. 

Þunn húfa / buff – Oft er gola úti og þá er gott að hafa eitthvað á höfðinu, einnig til þess að skýla hársverðinum frá sólinni.

Vettlingar – Best er að hafa bæði þunna vettlinga yfir sumartíman en einnig pollavettlinga. Mæli eindregið með pollavettlingum sem eru fóðraðir úr þunnu efni en ekki flísfóðraðir. 

Þunn úlpa / jakki – Ekki nauðsynlegt en mjög gott að geta gripið í þunna úlpu líkt og t.d. Primaloft úlpu eða Thermo föt þegar íslenska verðrið fer að sína sitt sanna ljós. 

Ég hef mikið kynnt mér merki sem eru með barna útiföt því það þarf að vanda valið, gæðin skipta öllu í fatnaði fyrir börnin okkar svo þau séu ekki blaut í gegn í hverri útiveru.

Mín uppáhalds merki eru:

Snjógallar, úlpur og pollaföt: Wheat, Molo, Mini a ture, Reima, Kulning, Helly Hansen, Hummel og Ticket to Heaven og svo eru auðvitað mörg fleiri merki sem eru vönduð og góð.

Vettlingar: Heimaprjónaðir vettlingar eru alltaf bestir til þess að hafa aukalega en í pollavettlingum mæli ég eindregið með Ticket To Heaven, Reima en einnig eru Didrikson og Hummel mjög fínir. Okkar uppáhalds lúffur eru frá Burton og Helly Hansen.

Húfur: Krílaprjál eru æðislegar lambhúshettur. Fyrir þynnri eru Reima, Hummel og Ullarkistan með mjög góðar húfur. Óli Prik eru með frábærar merktar flíshúfur og merkt buff sem eru fullkomin í leikskólan.

Stígvél: Okkur hefur reynst best að nota En Fant stígvél yfir veturnar sem eru loðfóðruð og Bisgaard á sumrin sem eru ófóðruð.

Strigaskór: Okkar uppáhalds strigaskór eru Nike Flex og þeir eru skór sem við munum klárlega kaupa aftur og aftur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s