Lífið

Árið 2020 í samantekt

Þegar ég horfi aftur í byrjun árs þá er þetta ár búið að vera ansi skrautlegt, eins og hjá mörgum öðrum. Maður náði ekki að gera neitt mikið en maður reyndi þó að gera eitthvað gott úr þessu ástandi sem er og var í samfélaginu.

Ég byrja árið mitt alveg kasólétt, alveg að fara eiga litla strákinn minn. Nokkrum dögum eftir nýja árið byrjaði fékk ég surprise baby shower, sem tókst víst loksins eftir að hafa reynt nokkrar tilraunir haha..
Það var svo fínt að hitta elsku vinkonurnar mínar áður en ég átti. Líka bara til að stytta biðina aðeins.

Fyrir áramót var ég mjög dugleg að mæta í ræktina 2x í viku á vegum Hver, en svo eftir áramót tók ég nokkra tíma í vatnsleikfimi þar sem líkaminn var alveg farinn að gefast upp. Svo þegar ég var komin tæpar 34 vikur, en þá fór grindin að segja til sín enda var hann búin að skorða sig og þá voru verkirnir meiri í líkamanum.

Loksins eftir langa 9 mánuði þá kom loksins Febrúar. Nokkrum dögum fyrir settan dag þá ákváðu mamma og pabbi að fjárfesta í íbúð og rétt náðum við að flytja áður en Svenni ákvað loksins að mæta. En ég byrja í hríðum sama kvöld og allt er komið upp. Þann 19.Febrúar klukkan 14:06 ákvað hann loksins að mæta í heiminn, eftir 12 klst+ í hríðum og 2 klst í rembing.

Ég viðurkenni vel að fæðingarorlofið er ekki búið að vera dans á rósum en ég er samt alveg mjög þakklát fyrir allt fólkið í kringum mig, mitt allra nánasta fólk. Ég náði að komast á nokkra mömmu hittinga sem var mjög mikil þörf á, fá að kynnast mömmum á mínum aldri sem var mjög gaman. En best er nú að taka það fram að hittingarnir voru ekki í miðri Covid bylgju.

Sumarið var æðislegt, ég kynntist nokkrum mömmum frá mömmu hittingunum og reyndi að vera dugleg að fara út í göngutúr til að nýta þessa daga sem veðrið var gott. Þegar ég segi að það hafi verið æðislegt þá horfi ég framhjá öllu því slæma sem ég hafði upplifað. Vil bara reyna muna eftir þessu góða frá því í sumar.

Núna í sumar byrjaði að sjást í fyrstu tönnina hjá Svenna sem við héldum að það væri ein en kom í ljós að þetta væri tvær í einu, sem útskýrði vel þennan pirring sem var hjá honum. Ekki að hann sé eitthvað skárri núna. En annars varð ég 23 ára, vanalega hef ég fengið svo geggjað veður á afmælisdeginum mínum en núna var fyrsta skipti sem ég fékk grenjandi rigningu og rok. Ég leit bara á björtu hliðina á því og hugsaði bara að gróðurinn væri að fá smá vökva á sig.

Haustið var mjög fínt, þ.e.a.s þegar veðrið var gott. En ég reyndi bara að nýta inniveruna í eitthvað gott, t.d að taka til ( mér finnst oft mjög róandi að taka til, sérstaklega þegar það er vont veður). Einnig finnst mér gaman að baka og elda eitthvað girnilegt þótt að ég elda ekki oft.

Veturinn er ekki búinn að vera mjög skemmtilegur enda búinn að einkennast aðalega af inniveru, enda er búið að vera 2x viku veikindi ( ekki Covid-19). Þessar vikur voru samt sem betur fer mjög fljótar að líða.

aðstæðurnar voru svona þegar hann var sem veikastur.

Jólin varð örugglega skemmtilegasta við 2020. Systir mín og hennar fjölskylda komu og voru hjá okkur frá Þorláksmessu alveg að jóladag. Við fórum í Bónus á Þorláksmessu og keyptum ýmsilegt til að eiga yfir hátíðina. Systir mín sá uppskrift af eplaböku á TikTok sem var mjög góð, ef ég segi sjálf frá. Við höfðum hana í eftirrétt á Aðfangadag.

Ef ég lít yfir allt árið þá var það alls ekki svo slæmt, miðað við ástandið í samfélaginu. Ég mun samt ekki sakna að hafa grímu en ég mun klárlega sakna að hafa 2m bilið þegar það hættir. Eins og ég skrifaði á mína miðla þá er ég afskaplega þakklát fyrir alla sem ég kynntist árið 2020, einnig bara alla sem ég var að umgangast þetta ár. Ég lærði samt aðallega að setja mig og barnið mitt í fyrsta sæti, sem skiptir öllu máli.

En þangað til næst þá getið þið fylgst með mér og Svenna á mínum miðli

Instagram : @valdis97 ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s