Katrín Eva, Lífið

Skothelt ráð til þess að spara!


Þessi færsla verður svolítið persónuleg en ég hef breytt bæði nöfnum og upphæðum á bankareikningum, greiðslum og tekjum. Einnig hef ég breytt dagsettningum, nöfnum og sumstaðar hef ég bullað þar sem flokkast undir texti í excel myndunum.
En ég mun koma til með að tala um hvernig mér þykir best að halda vel utan um allt sem tengist peningum og kaupum.


Áður en ég fór að búa að þá pældi ég ekkert í því í hvað peningarnir fóru, en þegar ég flutti að heiman að þá þurfti ég að borga allt sjálf, mat, leigu og allt sem fylgjir því að reka heimili. Ég pældi samt sem áður ekkert mikið í því í hvað ég var að eyða, en síðan fórum við unnusti minn að pæla mikið í því að okkur langaði svo til þess að safna okkur fyrir íbúð.
Ég fór þá að pæla mikið í því hvernig við gætum sett sem mest í sparnað í hverjum mánuði.

Fyrst þá skrifaði ég bókstaflega allt niður sem ég keypti, þá meina ég allt til dæmis 1x nýmjólk – 170 kr, 2x léttmjólk – 340 kr. Síðan ákvað ég að athuga í hvaða matvörubúð væri ódýrast að verlsa matinn og vörur fyrir heimilið, ég skrifaði þá allt niður og bar svo saman verðin á sömu vörunum. Niðurstaðan var sú að það er ódýrast að versla í Bónus.
Síðan hætti ég að skrifa niður allt sem ég keypti og fór að setja það upp í Excel og það var svo miklu þægilegra og fljótlegra heldur en að þurfa að skrifa allt niður.
Ég nota sömu aðferð í dag, mörgum mánuðum seinna og eina sem ég þarf í rauninni að gera er að taka kvittanirnar þegar ég versla og setjast niður vikulega og skrá niður, en þá sé ég hvað ég er að eyða í og hvort ég sé í mínus eða plús eftir vikuna.

Aðferðin

Ég byrja á því að taka blað og penna og opna bankareikninginn hjá mér og skrifa þar niður alla úttektir á kortinu, tekjur, sparnað og það sem þarf.

Upphæðir og nafn hefur verið breytt

Mér finnst lang best að copy-a frá netbankanum og yfir í word til þess að geta highlightað það sem ég er búin að skrifa niður, en til þess að auðvelda að þá flokka niður í eftirfarandi flokka :

 • Leiga
 • Matur og heimilið
 • Skyndibiti
 • Sjoppa
 • Bensín
 • Út að borða

  En síðan flokka ég ekki ef það eru búðir eins og td. fataverlsannir, bíó eða bakarí.
  En eins og með áskriftir af netflix, sjónvarp símans, illverk.is og þess háttar að þá set ég það niður sem þá einn flokk.
  Myndin hér að ofan útskýrir kannski betur.


Ég set þessa mynd inn með til þess að þið getið séð töfluna í heild inná Excel.
Ath. Upphæðir og nöfnum hefur verið breytt.

Ég færi það svo yfir á Excel skjalið og læt það reikna upphæðirnar saman.

Nöfnum og upphæðum hefur verið breytt
Upphæðum hefur verið breytt

Næst skrái ég niður tekjurnar sem ég fékk í vikunni, hvort einhver hefur lagt inná mig eða annað, en ég flokka það undir tekjur.

Nafn á bankareikning og upphæð hefur verið breytt
Upphæð og nöfn á bankareikningum hefur verið breytt


Síðan er ég með sér dálk sem ég skrifa niður hvað hefur farið í sparnað í vikunni og inná hvaða reikning.


Að lokum skrái ég niður hvað er mikið inná hvaða reikning, til þess að vita hversu mikinn pening ég á eftir af mánuðinum.

Næsta skref

Þegar mánuðurinn er búinn að þá geri ég lokauppgjör, en þá skrái ég niður hversu mikið ég hef eitt í mánuðinum og hversu mikið ég fékk í tekjur og þá sé ég hvort ég hafi eytt meira eða minna en ég fékk í tekjur.
Þetta er ofur einfalt en þetta virkar svona :

 • Ég skrái hvar ég fékk tekjur og set dagsettningar og upphæð með, ég passa að hafa samtals neðst svo ég þurfi ekki að reikna þetta aftur og aftur.
 • Í Allar greiðslur mánaðarins þar finnst mér best að skrifa upphæðina viku fyrir viku, en allar þær upphæðir eru inná Greiðslur (fyrsta dálkinum í hverri viku). Ég passa líka að hafa samtals hér.
 • Að lokum þá fylli ég út í seinasta dálkinn Í mínus eða plús eftir mánuðinn en þar tek ég upphæðina í Allar tekjur mánaðarins og Allar greiðslur mánaðarins sem er í þessu tilfelli : 370.000kr og 286.016kr og mínusa til þess að sjá í hversu miklum mínus eða plús ég er í eftir mánuðinn.
Upphæðum og tekjum hefur verið breytt.

Ef ég hef eytt meira í mánuðinum og sé að ég hef tekið útaf sparnaðarreikningnum þá lít ég á það sem lán frá sjálfri mér og þá verð ég að borga sjálfri mér til baka (sem sagt leggja inn sömu upphæð og ég tók útaf sparnaðarreikningum)
Ef ég hef eytt minna en ég fékk í tekjur í mánuðinum þá set ég þá upphæð inná sparnað, eins og í þessu tilfelli 83.984kr.

Að lokum þá fer ég í gegnum afritin/kvittanirnar en ég nota bréfbindi til þess að flokka kvittanirnar. Ég keypti milliblöð í A4 með mánuðunum á, ég nota einnig plastvasa til þess að geyma kvittanirnar.

Aðferð

 • Ég tek fram allar kvittanirnar úr mánuðinum og athuga dagsettningarnar og skrifa þær á hverja og eina kvittun til þess að auðvelda mér við að flokka þær.
 • Ef það eru mikið af kvittunum að þá skipti ég þeim niður eftir eftirfarandi dagsettningum : 1-10 apríl, 10-20 apríl og svo 20-30 apríl.
 • Síðan raða ég þeim eftir dagsetningu, 1,2,3,4 osfv. Þegar ég er komin með uppí 10 apríl að þá hefta ég búnkann saman og set hann í plastvasann sem tilheyrir Apríl mánuðinum og held síðan áfram.

Ástæðan fyrir því að ég tek kvittanirnar og geymi þær er sú að mér finnst oft þægilegt að geta gripið í þær ef ég er ekki viss um eitthvað.

En mig langar til þess að koma með nokkur fjármálatips sem hjálpa mér:

~ Eitt gott ráð sem ég hef mikið notað, það er að ég borga sjálfri mér skatt, sem sagt ég þarf að leggja einhverja ákveðna upphæð inná sparnaðarreikning í hverjum einasta mánuði. Það getur verið gott að byrja með raunhæfa upphæð eins og til dæmis 5.000 kr og svo ef maður hefur tök á að þá hækka hana meira og meira.

~ Ef það kemur til að ég þurfi ekki að borga lengur einhverja ákveðna upphæð á mánuði, eins og til dæmis ef ég er með eitthvað á raðgreiðslu og ég er búin að borga af henni, þá legg ég sömu upphæð inná sparnaðarreikninginn í staðinn.

~ Losaðu þig við öll smálán

~ Ef þig langar að kaupa eitthvað sem er ekki beint nauðsynlegt, safnaðu þér þá fyrir því.

Gleðilegt nýtt ár og gerum 2021 að frábæru ári !

Minn miðill – katrineva_99


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s