Lífið

Ráð við mígreni

Jólin eru helsti tíminn sem ég væri til í að sleppa við mígreniskast. Oft get ég ekki stjórnað því hvenær mígrenið bankar upp á en það eru nokkrir hlutir sem hjálpa til við að minnka líkurnar hins vegar. Hjá mörgum er þessi tími uppfullur af stressi og álagi og það getur haft mikil áhrif á mígrenið. Við erum flest með allt öðruvísi matar- og svefnvenjur yfir þessa daga og því aukast líkurnar á því að við gætum fengið mígreni.

Það er misjafnt eftir einstaklingum hvað getur komið af stað mígreni en mikilvægt að hver og einn þekki sína triggera. Þú gætir skráð niður þau atriði og með tímanum fengið yfirlit yfir það sem ýtir undir migrenið. Það eru líka til öpp sem hægt er að nota.

Hér koma nokkur atriði sem er gott að hafa í huga til að minnka líkurnar á mígreniskasti yfir hátíðarnar:

 • Svefn – Passaðu að þú fáir nægan svefn. Það er auðvelt að freistast til þess að vaka lengur bara því það er jólafrí. Farðu frekar upp í rúm þegar þú finnur þreytuna hellast yfir þig.
 • Næring – Ekki gleyma að næra þig þó það sé kannski mikið að gera. Og þó það sé veisla um kvöldið, þá er samt mikilvægt að borða yfir daginn líka. Forðastu fæðu sem þú veist að triggerar mígrenið.
 • Vökvaðu þig – Drekktu nóg af vatni. Vatnið er alltaf mikilvægt og sérstaklega þessa daga þegar er mikið um saltan og reyktan mat.
 • Rólegt umhverfi – Ef þú hefur tök á því að hafa umhverfi þitt rólegt, gerðu það þá. Ef þér finnst umhverfið stressandi, ekki hika við að koma þér úr aðstæðunum. Hvort sem það er göngutúr, rúntur eða bara smá tími inni í herbergi.
 • Lykt – Lykt getur triggerað mígreni hjá mjög mörgum og misjafnt hvaða lykt það er. Algengast er ilmvatn. Sjáðu til þess að þínir nánustu viti af því að sterk ilmvatnslykt geti komið af stað mígreni hjá þér.
 • Birta – Minnkaðu birtustigið ef þér finnst ljósin vera of björt. Lampi með daufari birtu er stundum betri kostur en björtu loftljósin. Nema þú getir stillt birtustigið. Björt ljós geta haft mikil áhrif á mígreni.

Stundum tekst mér ekki að fyrirbyggja mígreniskast og þá eru nokkur atriði sem hingað til hafa reynst mér vel. Ég hef verið með mígreni frá 9 ára aldri og líklega prófað öll ráð veraldar. Sum hafa virkað en önnur ekki. Hér koma nokkur ráð sem hafa virkað hjá mér:

 • Höfuð/andlitsnudd – Fá einhvern (ef hægt) til að nudda höfuðið fast. Nudda andlit. Toga í litla hárlokka í einu finnst mér losa um spennu. Nudda gagnaugun. Hafðu hárið ekki í teygju.
 • Kæli/hitapoki – Setja kæli/hitapoka aftan á hálsinn eða ennið.
 • Myrkur & þögn – Leggjast fyrir í myrkvuðu herbergi í þögn.
 • Sturta – Fara í sturtu og láta vatnið renna vel á hausinn, háls og herðar. Ekki hika við að hafa stól í sturtunni ef þú getur og setjast niður til að fá enn meiri slökun.
 • Teygjur – Teygðu á hálsi og herðum. Losar um spennu.
 • Lyf – Ólyfseðilsskyld lyf geta hjálpað. Annars eru til mígrenislyf en mæli með að ræða við lækni og fá frekari ráðleggingar ef þörf er á því.

Ég óska öllum gleðilegra jóla og vona að allir njóti jólanna án mígrenis ♡

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s