Katrín Eva, Uppskriftir

Ingubollur

Þessar bollur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. En við fjölskyldan köllum þær Ingubollur vegna þess að Inga vinkona mömmu bauð okkur einu sinni í mat þegar þær voru í kvöldmatinn, síðan þá höfum við gert þær oft á mörgum sinnum og eru þær því kallaðar Ingubollur annars veit ég ekki hvað þær kallast í raun og veru. Það tekur um 1,5 – 2klst að græja matinn.

Það sem þú þarft er :

  • Folaldahakk
  • Rasp
  • Egg
  • Rifinn ostur
  • Matreiðslurjómi
  • Tómatsósa
  • BBQ sósa
  • Kjötkraftur
  • Hvítlauksbrauð
  • Hrísgrjón

Uppskrift af bollunum

500gr folaldahakk

1dl raspur


1 egg


1-2dl rifinn ostur

Aðferð : Ég set allt hráefnið í eina stóra skál og blanda vel saman. Síðan bý ég til bollur og og steiki þær á pönnu alveg þangað til þær eru næstum því tilbúnar en þá set ég þær í eldfats mót.

Uppskrift af sósunni

1 pakki matreiðslurjómi

Sirka 1-2 msk tómatsósa


2-3 msk BBQ sósa


1 teningur kjötkraftur

Aðferð: Þegar ég er búin að færa bollurnar yfir í eldfats mót þá bý ég til sósunna en ég nota sömu pönnu til þess. Þegar ég er búin að setja allt hráefnið á pönnuna þá passa ég mig á því að blanda því vel saman og hita sósuna upp þannig að hún sé eiginlega tilbúin til þess að hafa með matnum.

Næst set ég sósuna í sama eldfats mót og bollurnar og skelli þeim í ofnin í 15-20mín til þess að leyfa þeim að klára að eldast. En ofninn stilli ég á 180° og á meðan þá síð ég hrísgjrónin.
Ég set hvítlauksbrauðið með í ofninn til þess að það verði tilbúið þegar bollurnar eru klárar
.

Hægt er að hafa allskyns meðlæti með svo sem eins og hrásallat eða annað, en við höfum hingað til einungis verið með hrísgrjón, sósu og hvítlauksbrauð sem er alveg nóg fyrir okkur.

Þangað til næst !
Minn Instagram miðill : katrineva_99

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s