Það getur verið ótrúlegur tímasparnaður að plana kvöldmatinn fram í tímann og gera matseðla fyrir vikuna. Við gerum yfirleitt vikumatseðil og verslum inn fyrir vikuna á sunnudögum. Bæði sparar þetta pening og endalausar ferðir í búðina. Þetta hefur líka hjálpað til þegar kemur að matarsóun að því leitinu til að dóttirin getur tekið afganginn með sér í skólann daginn eftir í hádegismat þar sem hún er ekki í neinni mataráskrift í skólanum.
Laugardagur
Tortilla vefjur með hakki, grænmeti, salsa og ostasósu.
Sunnudagur
Steiktar kjötfarsbollur í lauksósu með rauðkáli og kartöflum.
Mánudagur
Skyr og brauð með áleggi.
Þriðjudagur
Lasagna og hvítlauksbrauð.
Miðvikudagur
Aspassúpa og baguette með pestó.
Fimmtudagur
Kjúklingapasta í rjómasósu með sveppum.
Föstudagur
Heimatilbúin pizza með allskonar áleggjum.
Ég er svo á Instagram og sýni stundum frá hvernig ég nýti afganga í hádegisboxið. Raggaj89
Þangað til næst ♡
