Mig langaði til þess að deila minni uppáhalds túnfisksalat uppskrift. En þegar ég bjó til salatið í fyrsta skiptið eftir að við unnusti minn byrjuðum saman að þá gjörsamlega dýrkaði hann þetta og vildi endilega að ég gerði meira. En uppskriftin er súper einföld og þægileg !
En það eina sem þú þarft er :
- Túnfisk
- Egg
- Mayones
- Kjöt- og grillkrydd
- Skál
- Skeið
Uppskift
2x dósir af túnfiski
4x vel fullar msk af mayonesi
2-3 meðal stór egg (fer eftir smekk, en mér finnst gott að hafa mikið af eggjum)
Kjöt og grillkrydd eftir smekk

Þú getur borðað salatið ofan á brauð en mér finnst best að rista brauðið í örlitla stund þannig að það sé smá hart en ennþá í sama lit.
En lang best finnst mér að borða það með ritzkexi !

Þangað til næst !
Minn miðill ~ katrineva_99
