Katrín Eva, Lífið

Vertu besta útgáfan af sjálfri þér ♡

Sjálfsvinna er vinna sem þú hættir einhvern vegin aldrei í, eða ættir allavega aldrei að gera það. Það er bara til eitt eintak af okkur og við verðum að fara vel með það einstaka eintak.

Ég hef verið í mikilli sjálfsvinnu síðast liðið ár, þá aðalega í hugsunum.
Það að vera með þunglyndi, kvíða og áfallastreiturröskun getur haft mikil áhrif á sjálfsálitið og hvernig ég tek og bregst við hlutum í ákveðnum aðstæðum. Það þurfa heldur ekki endilega að vera einhverjar ákveðnar aðstæður heldur getur hvað sem er allt í einu triggerað eitthvað sem ég bjóst bara alls ekki við að hefði árif á mig. En þá er mikilvægt að skoða vel og vandlega afhverju þetta triggeraði mig svona, en það getur verið gríðalega erfitt en það kemur með æfinguni.

Eins og núna að þá veit ég að ef ég vakna pirruð að þá er eitthvað sem mig „skortir“, þá fer ég að leita að því hvað það gæti verið og oftar en ekki þá er það eitthvað smávægilegt eins og til dæmis það að það er ekki jafn hreint og fínt heima eins og ég vil hafa það, en þá er oft nóg að byrja bara daginn á því að þrífa og laga það sem ég vil laga til þess að mér líði betur. En því miður að þá er margt sem ég get hreinlega ekki lagað í augnablikinu eins og til dæmis það að ég vakna með króníska verki eftir bílslysið sem ég varð fyrir.

En þá kemur að mikilvægi sjálfsvinnunar, en það tekur tíma að byggja upp jákvæða hugsanir í frekar neikvæðum aðstæðum. En ég er langt í frá að vera komin í land með það að geta tekist almennilega á við þá hluti sem eru mér erfiðir. Oft þegar mér gengur ekki eins vel að gera hluti eins og óskaði mér að þá verð ég pirruð og á það til að láta það bitna á mínum allra nánustu. Það getur oft verið mjög erfitt að stíga til baka sjálf og átta mig á að það er ég sem þarf að staldra við og anda rólega.
En þá fór ég að pæla í því hvað það er sem ég get gert til þess að koma í veg fyrir það. Við unnusti minn (ég nefni hann þar sem við búum saman) fundum það út að best væri að hann myndi benda mér á það strax og hann tekur eftir því, oft er nóg að hann segji, ,,er allt í góðu hjá þér ?, viltu ekki setjast niður og reyna að vera róleg og þess vegna að horfa á einn þátt“.

En ég er svo lánsöm að eiga unnusta sem þekkir mig stundum betur en ég sjálf og hann getur gripið inní og hjálpað mér útúr aðstæðunum, sem er þá pirringur yfir einhverju sem skiptir í rauninni engu máli.
Sumir myndu meina að ég sé að forðast aðstæður með þessum hætti en ég tel mig ekki gera það þar sem ég er einungis að láta stoppa mig af og hugsa því ég tek ekki eftir þessu sjálf.
Með því að taka eftir sínum „göllum“ kemst maður langt á leið að vera besta útgáfan á sjálfri/um sér!

Ég veit ekki hversu oft ég hef tekið eftir því hjá öðrum og sjálfri mér að vera að spyrja aftur og aftur að því sama bara að því að við erum ekki viss um að einstaklingurinn þorir að þyggja boðið.

Dæmi : ég býðst til þess að hjálpa við fluttningar hjá vini mínum og hann afþakkar boðið, ég spyr aftur og aftur til þess að vera alveg viss um að hann viljið ekki aðstoð

Afhverju að eyða tímanum í að vera endalaust að spyrja, ég hef allavega ákveðið og hef sagt mínum nánustu það að ég er hætt að hafa áhyggjur af því að aðilinn þorir ekki að þyggja boðið, með þessu er ég sjálfkráfa að beina þeim skilaboðum áfram að hætta að vera endalaust að pæla í því hvað náunginn er að hugsa. Ég er búin að bjóðast til þess að hjálpa og það á að vera nóg, ef hann/hún sér síðan seinna meir að ég gæti kannski aðstoðað eitthvað að þá mun hann/hún hafa samband. Það er líka allt í góðu að segja „þú heyrir bara í mér ef þér snýst hugur“ því þá hefur hann/hún ennþá möguleika á að þyggja boðið.
Þetta hljómar kannski gribbulega en ef allir myndu tileinka sér þetta að þá værum við að spara svo miklum tíma í alskonar vangaveltum um hitt og þetta.
Þetta hefur að minnsta kosti minnkað kvíðann minn gríðalega í tengslum við hvort ég sé að gera nóg eða ekki, ég treysti á það að ég sé látin vita ef það er eitthvað sem ég er að gera rangt í tengslum við samskipti við aðra.

Það er svo oft sem við ofhugsum hlutina og gleymum að staldra við og segja við okkur sjálf „afhverju ertu ennþá að pæla í þessu ?“
Ég man ennþá eftir nokkrum atvikum þar sem ég hef skammast mín ekkert smá mikið við að hafa óvart gert eða sagt þar sem ég hef miskilið aðilann. Eins og til dæmis þegar ég var í starfsþjálfun á vegum skólans sem ég var í, og ég átti að aðstoða einn starfsmanninn við að fylla á nammibarinn. Ég hafði ekki haldið við lokið öðrumeginn og nammið fór út um allt gólf, ég skammaðist mín ekkert smá mikið.
Ef ég myndi nefna þetta við starfsmanninn í dag þá man hann eflaust ekki eftir þessu, sem segjir það að hann er löngu hættur að pæla í þessu pældi eflaust ekki meir í þessu en í 5 mín eftir á. Það eru liðin 5 ár síðan, afhverju ætti hann ennþá að vera að pæla í þessu ?

En með sjálfsvinnu að þá get ég tekist betur á við slíkar aðstæður næst.

Ég ætla mér að vera besta útgáfan af sjálfri mér og til þess þarf ég að efla sjálfstraust mitt og gera hluti sem veita mér vellíðan.

Að lokum langar mig til þess að koma með nokkra punkta um hvað ég hef í huga til þess að komast nær því að vera besta útgáfan af sjálfri mér ♡

 • Þú ræður ekki hvernig aðstæðurnar koma heldur hvernig þú bregst við þeim.
 • Hrósaðu öðrum og alls ekki gleyma sjálfri þér.
 • Þú átt þína dýrmætu hæfileika eins og allir aðrir.
 • Ekki forðast erfiðar aðstæður, taktu frekar sterk á móti þeim.
 • Ekki láta aðra hafa áhrif á tilfinningarnar þínar.
 • Gerðu það sem þér þykir skemmtilegt og njóttu.
 • Umgengstu einungis þá sem hafa jákvæð áhrif á þig.
 • Lærðu af mistökunum
 • Settu þér markmið
 • Ekki eyða orku í hlutina sem þú getur ekki stjórnað
 • Ekki gefast upp eftir fyrstu tilraunina
 • Líttu á erfiða hluti sem verkefni sem þú tekst á við
 • Skoraðu á sjálfa/n þig í að gera hluti sem þér þykir erfiðir en eru raunhæfir.

Þangað til næst !
Minn miðill ~ katrineva_99

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s