Lífið

Hvað þú átt ekki að segja við þunglynda manneskju og hvernig þú getur frekar hjálpað

Þegar einhver nákominn okkur glímir við þunglyndi, hvort sem það er fjölskyldumeðlimur eða vinur, þá langar okkur oft að geta hjálpað og gefið einhver ráð sem gætu komið sér vel. Hins vegar getur komið fyrir að hlutirnir eru illa orðaðir eða þá að innst inni höfum við fordóma fyrir andlegum veikindum og eigum því erfitt með að gefa ráð sem er ekki litað af þeim fordómum sem við höfum.

Fyrir manneskjuna sem við viljum ráðleggja eða hjálpa, getur þetta virkað eins og árás og algjört skilningsleysi. Það skiptir ótrúlega miklu máli að finna fyrir stuðningi og/eða skilningi þegar manni líður sem verst eða er sem veikastur. Þú þarft kannski ekki að skilja af hverju manneskjunni líður svona þá stundina, en það er mikilvægt að skilja sjúkdóminn.

Nokkur dæmi um það sem þú átt ekki að segja:

 • Þú þarft bara að breyta hugarfarinu.
 • Ekki vera svona neikvæð/ur.
 • Þú ert alltaf svo svartsýn/n.
 • Þú hugsar alltof mikið um þetta.
 • Þú ert svo viðkvæm/ur.
 • Það eru aðrir sem hafa það mikið verra en þú.
 • Þetta er bara athyglissýki.
 • Reyndu nú að vera glöð/glaður.
 • Þetta er bara í hausnum á þér.

Að segja hluti á þennan hátt við manneskju sem líður illa, er ekki að fara hjálpa neitt. Yfirleitt gerir það hlutina verri. Manneskjunni gæti liðið eins og hún reyni ekki nóg, sé ekki nóg, sé ekki eðlileg, og að vanlíðaninn sé henni að kenna.

Hér koma dæmi um nokkur atriði sem gætu hjálpað eða stutt manneskjuna frekar:

 • Segðu manneskjunni að hún skipti máli.
 • Sýndu skilning.
 • Hlustaðu. Bara sitja og hlusta.
 • Bjóddu fram aðstoð við dagleg verkefni.
 • Hjálpaðu manneskjunni að leita sér aðstoðar. Ekki þrýsta of mikið. En þegar manneskjan er tilbúin að leita sér hjálpar, vertu þá til staðar.

Að vera til staðar og sýna skilning er ótrúlega mikilvægt. Að láta manneskjuna vita að hún skipti máli getur gert heilmikið. Að vera þunglyndur og fá engan skilning er mjög erfitt. Það skiptir líka miklu máli að þrýsta ekki of mikið á fólk, því það getur haft öfug og neikvæð áhrif.

Skilningur og stuðningur er lykilatriði bæði fyrir veika einstaklinginn og aðstandandann.

Þið getið fylgst með mér á Instagram en ég brenn fyrir geiðheilbrigðismál. Fer reglulega út í þau efni og mína baráttu við geðsjúkdóma. Raggaj89

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s