Katrín Eva

LEÓ Bókaútgáfa

Mig langaði að henda inn færslu þar sem ég fer yfir þær bækur sem LEÓ Bókaútgáfa eru að gefa út. En þær eru jafn ólíkar og þær eru margar! Ég læt linka fljóta með þar sem þið getið nálgast bækurnar strax inná síðunni.

Illverk

Höfundur
Inga Kristjáns

Heimur Sigurveigar hrundi þegar hún fékk símtalið örlagaríka. Baldur, eiginmaður hennar lést í hörmulegu vinnuslysi. Sigurveigu sárnaði að fá ekki að kveðja eiginmann sinn, svo hún tók málin í eigin hendur og gróf lík hans upp í skjóli nætur. Það leið þó ekki á löngu þar til Sigurveig uppgötvaði að líkið var alls ekki af eiginmanni hennar.

Gamalt mál er tekið til rannsóknar á ný þegar ungur drengur rekst á mannabein í grunni húsarústa á Eskifirði. Við uppgröft finnast líkamsleifar þeirra sem saknað hafði verið í áraraðir ásamt dagbók Sigurveigar, og áttu skrif hennar eftir að varpa ljósi á ýmis svik, leyndardóma og djúp ástarmál.

Hægt er að kaupa bókina hér.

helgustur

Höfundur
Garibaldi

helgustur fjallar um ævi manns sem lendir á glapstigum sem barn og er sendur í sveit á nokkra bæi þar sem margvíslegt ofbeldi er allsráðandi. Kynferðisofbeldið brenglar hugmyndir hans um tengsl kynjanna og lífið almennt eru allbrenglaðar.
Þegar hann kemur aftur til borgarinnar reynir hann t.d. að nauðga móður sinni. Hann ræður sig á sjóinn og hjálpar bróður sínum um pláss á bátnum. Fer þó svo að maðurinn fellur útbyrðis og deyr fyrir framan augun á bróður sínum. Eru lýsingar á þessum afdrifaríku atburðum óvægnar og á stundum mikilfenglegar.

helgustur er áfellisdómur yfir vistheimilakerfinu, þar sem börn voru látin dvelja sem allra lengst frá ástvinum og fjölskyldum árum saman án nokkurra flóttaleiða. Ofbeldið var fjölbreytilegt, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Þetta ofbeldisfulla vistheimilakerfi hefur getið af sér heilar kynslóðir sem hafa beðið mikinn skaða á sál og líkama. Mörg þessara fyrrum vistheimilabarna hafa því miður fallið fyrir eigin hendi.

Hægt er að kaupa bókina hér

Í Hjarta Mínu

Höfundurinn Ólíver Þorsteinsson skrifaði um sjálfan sig og hvernig hann ímyndaði sér að líf sitt myndi verða.

Þegar Ómar segir systkinum sínum frá þungbærri áætlun sinni, skerast þau í leikinn og reyna að ýta honum í átt að betri stað.
Hinn vonlausi Ómar tekur á sig lífið og upplifir hluti sem hann gat aðeins dreymt um frá ungra aldri. En þunglyndi togar hann niður á botninn.
Nær hann að berjast á móti erfiðum hindrunum sem hann sjálfur hefur orsakað?
Eða gefst hann upp sigraður á líkama og sál, því lífið var honum ofviða?


Hægt er að kaupa bókina hér
Náðu árangri – í námi og lífi

Höfundur
Guðjón Ari Logason

Náðu árangri – í námi og lífi er námsráða- og hvatningarbók með andlegu ívafi. Guðjón Ari fjallar um þá þætti sem hafa hjálpað honum að ná árangri í námi sem og á öðrum vettvangi eins og körfubolta. Markmiðasetning, sjálfstraust, hugarfar, þrautseigja, álit annarra og bein námstækni eru á meðal þessara þátta.

Guðjón útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 2019 sem dúx skólans og hefur einnig unnið til verðlauna í körfuknattleik og spilað fyrir meistaraflokk Fjölnis.

Hægt er að kaupa bókina hér

Bækur fyrir börnin

Langafi minn Supermann

Höfundur
Ólíver Þorsteinsson

Sylvía segir frá atburðaríku sumri þegar hún
fékk að fara ein til Ólafsfjarðar og gista í
Brekkugötu 9 hjá langömmu sinni og langafa.
Sylvía sér langafa sinn í öðru ljósi og góðvilji hans lætur hana sífellt spyrja sig, er langafi minn Supermann?

Hægt er að kaupa bókina hérJólasveinar nútímans

Höfundar
Ólíver Þorsteinsson, Tómas Leó Þorsteinsson

Erfitt er að kveðja gamlar venjur, sérstaklega fyrir ellismelli eins og jólasveinana. Sumir sveinar ná ekki takt við tímann en aðrir eru að venjast nýrri tíð. Í gamla daga voru þeir algjörir prakkarar og villingar, en í dag þurfa þeir að haga sér. Sumir halda sér við gamla siði, á meðan aðrir gangast undir reglum nútímans. Ketkrókur er orðin vegan, Giljagaur vill ennþá mjólk beint frá spenanum, Skyrgámur er með mjólkuróþol, Grýla er Instagram-stjarna og Leppalúði er heimavinnandi húsfaðir.
Í þessari þrælskemmtilegu bók er sagt frá jólasveinunum í gamla daga og sögur þeirra í nútímanum.


Hægt er að kaupa hana hér

Þangað til næst !
Minn instagram miðill – katrineva_99

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s