Lífið

Sjálfsást ♡

Hvað er sjálfsást? Sjálfsást er vítt hugtak og hvað það þýðir fyrir mig, þarf ekki að þýða það sama fyrir þig. Við höfum öll svo mismunandi þarfir og misjafnt hvernig við iðkum sjálfsást. Fyrir mig þýðir það að elska sjálfa mig skilyrðislaust og vera góð við mig þegar ég þarf á því að halda. Ég get gefið miklu meira af mér ef ég er jafn góð við sjálfa mig og ég er við aðra.

Fyrst og fremst þykir mér mikilvægt að taka tíma frá fyrir sjálfa mig á hverjum degi, þarf ekki að vera tímafrekt en nóg til þess að mér líði eins og ég hafi náð að njóta.

Að iðka sjálfsást getur verið svo ótrúlega margt. Allt frá smá dekri heima eða hreinlega að tala fallega til þín og jafnvel skrifa niður nokkur atriði sem þú elskar við sjálfa/n þig. Þú gætir hrósað sjálfri/sjálfum þér fyrir að vera dugleg/ur fyrir hvað sem er. Fyrir að hafa áorkað einhverju þann daginn sem þú ert stolt/ur af, einhverju sem þú hefur frestað og náðir að gera, hafðir tíma til að gera eða bara loksins varst með metnaðinn í það.

Þú gætir jafnvel byrjað hægt og rólega að elska eitthvað við líkamann þinn sem þú hefur hingað til ekki gert. Byrjað á t.d. augunum eða brosinu og með tímanum farið að horfa yfir allan líkamann og elskaðu hvern einasta líkamspart. Það er ótrúlega frelsandi að elska sig.

Þú gætir hugsað um einhver atriði í fari þínu sem þú elskar. Grafið upp þína helstu kosti og segja þá upphátt fyrir framan spegilinn. Horft í spegilinn og brosað til þín. Dansað fyrir framan spegilinn og segja upphátt hvað þú ert geggjaður dansari. Heitt bað og róandi tónlist. Andlitsmaski og núvitundaræfing eða hugleiðsla. Göngutúr eða yoga/heimaæfingar. Fyrir suma er góð hreyfing það besta. Eða jafnvel smá slökun yfir einum þætti. Elda og borða góðan mat. Allt milli himins og jarðar sem lætur þér líða vel.

Sjálfsást getur líka verið t.d. að setjast niður í friði með góða bók eða hlusta á podcast. Þú gætir líka fundið góð og uppbyggileg blogg á netinu og lesið yfir. Skoðað peppandi aðila á samfélagsmiðlum sem lyfta þér upp og hvetja þig áfram. Veljum líka hvað við skoðum á samfélagsmiðlum. Hættum að bera okkur saman við aðra og setja óraunhæfar kröfur á okkur. Ég fann t.d. mikinn mun á sjálfri mér eftir að ég tók samfélagsmiðlana mína í gegn og passa vel hvað ég er að skoða.

Allt sem lætur mér líða virkilega vel með sjálfa mig og að gefa mér tíma í það, finnst mér vera sjálfsást. Við finnum öll okkar takt með tímanum og hluti sem láta okkur líða vel. Hættum að fá samviskubit yfir því að taka smá stund fyrir okkur sjálf og gerum það frekar að venju til að okkur líði vel ♡

Þið getið fylgst með mér á Instagram – raggaj89

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s