Katrín Eva, Uppskriftir

Ritzkex hakkbollur með hrísgrjónum og súrsætri sósu.

Aldrei datt mér í hug að ég myndi deila myndum eða uppskrifum af því sem ég elda en þegar ég bjó heima hjá mömmu þá eldaði ég einhvern vegin aldrei nema kannski núðlur og hafragraut, ég kunni bara ekkert á þetta og var frekar óörugg í eldhúsinu. En þegar ég flyt að heiman þá neyðist ég eiginlega bara til þess að elda sjálf því ekki ætlaði ég bara að lifa á núðlum og hafragrauti haha. Síðan lærði ég bara að elda og það kom mér alveg frekar á óvart að ég gæti þetta, hvað þá að fólki fannst maturinn sem ég eldaði mjög góður.

En ég hef oft gert ritzkexhakkbollurnar hennar mömmu síðan ég flutti að heiman og prufaði meira að segja að bæta við rifnum osti sem ég átti til í ískápnum og það passaði svona ótrúlega vel saman. Síðan þá hef ég alltaf haft ostinn með því mér finnst hann algjörlega ómissandi! En ég sýndi á uglur.is instagram – storyinu frá því þegar ég var að gera þær og var því mikill áhugi á uppskrift. Ofur einfalt og þægilegt, tekur ekki nema um klukkutíma að græja allt og elda.


800gr folaldahakk

1 stk stórt egg

10 stk ritzkex

1/2 dl rifinn ostur

1 bréf Toro púrrlaukssúpa

Ég passa að brjóta ritzkexið frekar vel niður svo það séu ekki stórir bitar.

Síðan blanda ég öllu vel saman og steiki svo á pönnunni

Þegar bollurnar eru flestar tilbúnar að þá byrja ég að sjóða hrísgrjónin en það tekur um 15 mín.

Að lokum set ég súrsætu sósuna yfir.Þið getið fylgt okkur á instagraminu okkar uglur.is en þar höfum við verið með storyið og sýnum stundum frá því þegar við eldum alskyns mat.

En þangað til næst !
Minn instagram miðill ~ katrineva_99

2 athugasemdir við “Ritzkex hakkbollur með hrísgrjónum og súrsætri sósu.”

  1. Bakvísun: Matseðill vikunar
  2. Bakvísun: Matseðill vikunnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s