Katrín Eva, Lífið

Gefur út sína fyrstu bók aðeins 13 ára

Katrín Eva tók á dögunum viðtal við bræðurna Ólíver og Tómas Leó Þorsteinssyni sem voru að gefa út jóla barnabókina Jólasveinar nútímans saman.

Hverjir eru þið og hvað eru þið gamlir?
,,Ólíver Þorsteinsson, ég er 24 ára, rithöfundur og útgáfustjóri hjá LEÓ Bókaútgfáfu. Ég stofnaði bókaútgáfuna í byrjun árs með vini mínum Richard Vilhelm Andersen.“ – Ólíver

,,Ég heiti Tómas Leó Þorsteinsson, 13 ára nemandi í Álfhólsskóla. Ég hef myndskreytt tvær barnabækur, Langafi minn Supermann og Jólasveinar nútímans sem ég skrifaði einnig.“ – Tómas Leó

Tómas Leó og Ólíver Þorsteinssynir.

Hversu lengi hafið þið verið að skrifa?
,,Ég hef skrifað síðan ég man eftir mér. Mín fyrsta bók Leitin að jólakettinum kom út árið 2018 hjá Tindi. Svo gaf ég út þrjár bækur á þessu ári. Fyrsta kiljan mín Í Hjarta Mínu verður þýdd á hebresku og kemur út í Ísrael næsta sumar.’’ – Ólíver

,,Ég hef skrifað smásögur síðan ég byrjaði í grunnskóla. En fyrsta bókin skrifaði ég með bróðir mínum árið 2019, Jólasveinar nútímans. Við fórum saman út að borða og fundum margar hugmyndir, ég byrjaði að teikna upp hugmyndir snemma í ferlinu. Síðan kom þetta fljótt saman í byrjun árs 2020.’’ – Tómas Leó  

Tómas Leó hvernig er að vera búinn að gefa út bók aðeins 13 ára?
,,Mér finnst það dálítið skrítið að vera þrettán ára og að fyrsta bókin mín er komin út. Það er rosalega skemmtilegt, og hef gaman að því að sýna vinum mínum bókina.’’ – Tómas Leó

Hvaðan kom hugmyndin af Jólasveinum nútímans?
,,Ég fékk hugdettu síðustu jól, ég hafði skrifað jólabók áður og vildi endurtaka leikinn. Ég fór til Tómasar og sagði honum frá hugmyndinni. Þetta var lítil hugmynd um að setja jólasveinana í nútímann, við fórum út að borða og tókum lítinn fund, þar spruttu margar skemmtilegar hugmyndir frá okkur báðum.’’ – Ólíver

Hvar er hægt að versla bókina ykkar, Jólasveinar nútímans?
Hún fæst á heimasíðu LEÓ Bókaútgáfu, Eymundsson og Forlaginu. 

Er bókin ykkar aðgengileg á t.d. Story tel?
Hún kemur út á storytel fyrir þessi jól. Hin hæfileikaríka Andrea Ösp les bókina og hún einmitt las Leitin að jólakettinum sem er eitt af vinsælustu barnabókum allra tíma hjá Storytel. 

Fyrir hvaða aldurshóp er bókin ætluð?
Bókin er ætluð fyrir 3-9 ára. Það er mikill húmor í henni, og höfum fengið mikið hrós frá foreldrum barna sem þóttu bókin koma sér á óvart. Þannig við mælum með að fjölskyldur lesi bókina saman og leyfa jólaskapinu að taka yfir. 

Kom ykkur eitthvað á óvart þegar þið skrifuðu bókina ef svo, hvað var það sem kom ykkur á óvart?
,,Það sem kom mér mest á óvart við að skrifa bókina var gleðin sem fylgdi. Við bræðurnir hlógum mikið saman við að byggja hugmyndir og skrifa. Við vorum líka í jólastuði miðjan febrúar meðan skrif áttu sér stað, sem er alveg frekar skrítið.’’ – Ólíver  

Eigið þið bræður ykkur skemmtilega jólahefð?
Við erum með skemmtilega jólahefð sem margir telja vera skrítna. Í morgnmat á Þorláksmessu fáum við okkur hákarl og horfum á Home Alone. Við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum og ætlum við okkur að halda í þessa hefð. -Ólíver

Bræðurnir Ólíver og Tómas Leó skála í hákarl.

Ólíver og Tómas Leó ætla að bjóða fylgjendum uglur.is afsláttarkóða, með kóðanum frittheim fáið þið fría heimsendingu af bókinni þeirra bræðra Jólasveinar nútímans en bókina er hægt að nálgast inná leobokautgafa.is

Bókin þeirra bræðra Jólasveinar nútímans.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s