Lífið

Skólanesti – Hugmyndir

Ég held að við höfum flest orðið uppiskroppa með hugmyndir að nesti handa elsku börnunum okkar. Ég var það allavega fljótlega eftir að stelpan byrjaði í skóla en vildi ólm hafa nestið sem fjölbreyttast og litríkast. Því hún, eins og svo mörg önnur börn, borðar með augunum.

Ég skipti út einfalda samlokuboxinu og fékk mér vel hólfað nestisbox sem hægt er að púsla saman á marga vegu. Því fylgdi líka lítið box með loki sem hægt er að setja jógúrt/skyr í og alls konar. Það er líka hægt að kaupa fullt af aukahlutum í boxin. Ég nota Sistema boxin því þau eru ótrúlega hentug. Þau má flest hita í örbylgjuofni sem kemur sér vel þegar þarf að taka hádegismat með ef þau vilja hita.

Hún fær yfirleitt jógúrt í annað boxið og múslí eða morgunkorn í hitt til að blanda út í. Það eru alltaf bæði ávextir og grænmeti. Ég kaupi stundum hafrastykki (hef ekki enn nennt að baka þau sjálf en það kemur einn daginn) og sker þau niður í litla bita. Ég reyni að hafa frekar lítið magn af öllu en nokkrar tegundir.

Grískt jógúrt, kiwi, epli, paprika, gúrka, skinka og hafrabitar.

Ég kaupi yfirleitt 500 ml. dollur af jógúrti og það fara ca. 3 teskeiðar í boxið. Dollan endist alla vikuna. Grænmetið, ávextina og hafrabitana sker ég niður í stóru magni og geymi í boxum í kælinum svo ég er enga stund að henda þessu í nestisboxið, svo þetta er ekki tímafrekt.

Grjónagrautur, lifrapylsa, ananas, gúrka og epli.

Hún er mjög svo hrifin af grjónagraut og borðar hann ekki án þess að fá lifrapylsu með. Ananasinn kaupi ég ferskan og sker niður í litla bita. Hann endist í nestið alla vikuna og svo sem millimál hérna heima, því einn heill er töluvert magn. Gúrkan og eplið fylgja yfirleitt með því það er vinsælast.

Mini samlokur, vínber, ostabitar, paprika, gúrka og skinka.

Nestið hefur þurft að vera í stærra laginu á þessum tímum því enginn hádegismatur er í skólanum. Þau koma bara heim í mat eftir skóla í staðinn. Venjulega væri nóg að vera með annað hvort samlokurnar eða jógúrtið. Við höfum vanið okkur á fyrir ostelskandi dóttur okkar, að þegar ostastykkið er orðið það lítið að það er erfitt að sneiða restina, þá skerum við hann niður í bita og hendum honum með í nestisboxið.

Jógúrt, mandarína, hafrabitar, epli. Pinnar með skinku, mexíkóosti og gúrku.

Stundum langar mig að gera nestið extra aðlaðandi og skelli þá bitunum á pinna. Mín var alsæl með þessa samsetningu. Nú eru mandarínurnar góðu komnar og ég býst við því að þær verði alla daga fram að jólafríi.

Vonandi bætist í hugmyndabankann hjá einhverjum og þið getið séð meira á Instagram hjá mér raggaj89 og auðvitað Skólanestið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s