Katrín Eva, Lífið

Uppáhalds podcöst !

Ég elska að hlusta á podcöst og ég hlusta að meðaltali á 2 podcastþætti á dag, ég hlusta aðalega þegar ég er að taka til, læra, mála og bara í hvaða aðstæðum sem er. En mig langaði til þess að deila með ykkur mínum uppáhalds podcöstum og segja aðeins frá þeim ! Ég mun samt ekki raða þeim niður í neinni séstakri röð.

Fæðingacast ~ Mitt allra uppáhaldspodcast ! Ég elska þegar það koma nýjir þættir og svo inná milli hlusta ég á gamla þætti !
Þær Sara og Viktoría eru þáttastjórnendur þessara þátta, þær fá til sín nýjan gest í hverjum þætti til að segja sína fæðingasögu. Mér finnst þær rosalega fyndnar og í öllum tilfellum hafa komið frábærir gestir til þess að segja sína sögu.10 í útvíkkun ~ Unnur er þáttastjórnandi þessara þátta og þar fær hún til sín frábæra gesti þar sem fjallað er um fæðingar, feður og mæður koma í spjall og fagfólk sem þekkir þetta allt saman mjög vel.Þokan ~ Þokan er mjög ofarlega á mínum lista ! Þær Alexsandra Bernharð og Þórunn Ívarsdóttir eru þáttastjórnendur. Þær tala aðalega um móðurhlutverkið og allt sem þeim dettur í hug.Seiglan ~ Mjög uppbyggilegt podcast og eitthvað sem allir ættu að hlusta á ! Hún Fanney Dóra er þáttastjórnandi og fær til sín nýjan gest í hverjum þætti.

Mér finnst frábært að hlusta á þessa þætti þegar mig vantar pepp !Bara við ~ Mitt uppáhaldspodcast ! Þær Camilla Rut og Sólrún Diego eru þáttastjórnendur og tala þær um það hvernig er að vera á samfélagsmiðlum og allt á milli himins og jarðar.Ástríðucastið ~ Ég elska þetta podcast ! Gerður Arinbjarnar og Rakel Orra tala um sambönd, kynlíf, rómantík og samskipti. Þær eru skemmtilegar og fyndnar og deila oft reynslusögum sem mér finnst geggjað !Busy Mom Iceland ~ Er nýtt podcast þar sem Fanney Skúla talar hreinskilin um það hvernig er að vera móðir.


Klikkaðar kynlífssögur ~ Þær Sif og Embla fá til sín gesti til þess að deila með sér þeirra klikkuðu kynlífssögum, sjúklega fyndið og skemmtilegt podcast

Leitin að peningunum ~ Er eitthvað sem allir ættu að hlusta á, þar kemur fólk í viðtal þar sem þau tala um hvernig á að fara með peninga, það eru fullt af góðum ráðum sem ég hef tileinkað mér!True Crime 


Illverk ~ Inga Kristjáns er þáttastjórnandi þáttana og er algjör snillingur, ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar hún opnaði fyrir áskrift til þess að gefa út fleiri þætti í mánuði! En hún tekur fyrir allskonar mál og fer vel yfir sögu hvers og eins. Þetta er mitt allra uppáhalds glæpapodcast !
En hún var einnig að gefa út bókina Illverk en þú getur nælt þér í eintak af henni hér.Morðcastið ~ Bylgja og Unnur Borgþórsdætur taka fyrir tvö mál í hverjum og einum þætti
.Myrkraverk ~ Þar eru þau hjónin Jói og Svandís sem segja frá allskonar myrkraverkum.Myrkur ~ Nína segir okkur frá allskonar málum, hún fer hratt og vel yfir hvert og eitt mál. En þetta podcast er mjög ofarlega á mínum lista!Háski ~ Unnur Regína segjir okkur frá ótrúlegum háska sögum um allan heim !Hvað er málið ~ Sigrún Sigurpáls segjir frá allskyns málum hvort sem það eru glæpamál eða önnur mál !Draugar fortíðar ~ Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um allskonar mál !Mistería ~ Frábært podcast um allskonar misteríur en þær Árnný og Tinna eru þáttastjórnendur.Þið getið hlustað á alla þættina í Podcasts appinu í apple tækjum og svo eru flestir inná Spotify, í samsung símum getið þið hlustað í Podbean appinu. En vonandi funduð þið eitthvað nýtt til þess að hlusta á !

Minn instagram miðill : katrineva_99

Þangað til næst !


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s