Lífið

Kynningarfærsla – Ragga

Ég heiti Ragnhildur Jóna og er 31 árs búsett á Akureyri með eiginmanninum mínum, Sigurði og 8 ára dóttur okkar, Söru Rós.

Ég hef brennandi áhuga á plöntum og öllu því tengdu og búin að koma mér upp ágætu safni frá því ég byrjaði fyrir einu og hálfu ári síðan.

Einnig hef ég gríðarlega mikinn áhuga á geðheilbrigðismálum, enda sjálf með geðsjúkdóm sem ég hef undanfarið verið að læra að lifa með. Ég hef verið með kvíðaröskun nánast allt mitt líf og lauk nýlega starfsendurhæfingu þar sem mér gafst tækifæri á að læra mikið inn á sjálfa mig og hvernig ég get lifað með því. Svona sjálfsvinna endar aldrei heldur er hún stanslaust í gangi og ég sýni mikið frá því á samfélagsmiðlum. Að opna á umræðu um geðheilbrigði er lífsnauðsynlegt fyrir samfélagið til að minnka fordóma og auka skilning.

Ég er einnig mjög áhugasöm um alla umræðu sem tengist líkamsvirðingu og jákvæðri líkamsmynd. Þá sér í lagi vegna þess að eftir að ég kynntist því og fór að tileinka mér það, fóru ótrúlegir hlutir að gerast fyrir andlegu hliðina mína. Ég reyni að vera jákvæð þegar ég hef orkuna í það, elska að peppa aðra því það peppar sjálfa mig. Ég hrósa náunganum mikið því ég veit hvað hrós er velkomið, alltaf.

Ég hef mjög gaman af eldamennsku og bakstri og reyni að vera dugleg að spreyta mig í eldhúsinu með nýja hluti, þó það heppnist ekki alltaf vel en ég trúi því með allt að æfingin skapi meistarann.

Og að lokum er ég algjört náttúrubarn. Elska að skoða fallega staði á fallega landinu okkar og mynda. Það gerir mikið fyrir andlegu heilsuna að komast í fallega náttúru og gleyma sér aðeins í fegurðinni.

Hlakka mikið til að leyfa ykkur að fylgjast með ♡

Það er hægt að fylgjast með mér á Instagram og hvet ykkur eindregið til að kíkja þangað raggaj89

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s