Katrín Eva, Lífið

Góð tips í átt að betri líðan

Núna þegar veturinn er kominn að þá þarf ég að huga vel að andlegu heilsunni minni.
Veturinn getur verið frekar krefjandi fyrir mig og marga aðra en þá er mikilvægt að reyna að finna eitthvað skemmtilegt að gera eða eitthvað sem veitir þér vellíðan.
Ég finn það strax að ég er ekki með sjálfri mér og þarf að grípa inní núna til þess að ég sökkvi ekki niður og hafi ekki andlega heilsu til þess að halda áfrám að viðhalda hinu „daglegu lífi“. En mig langaði til þess að koma með nokkra punkta um hvað það er sem hjálpar mér og vonandi þá eitthvað sem aðrir geta nýtt sér
, það þarf oft ekki mikið til, til þess að líða betur.

 • Búa um rúmmið og draga frá inní svefnherbergi á morgnana.
 • Passa að hafa hreint í kringum mig, en ég get verið alveg mjög slæm andlega ef það er ekki hreint og skipulagt í kringum mig.
 • Kveikja á kertum á kvöldin.
 • Skipuleggja hvern dag fyrir sig, en það er eitthvað sem ég verð að gera annars verð ég stressuð og finnst ég vera að missa „stjórnina“ en ég mun gera sér færslu þar sem ég sýni hvernig mér finnst best að skipuleggja dagana.
 • Fara í kósý föt.
 • Fara í fín föt.
 • Horfa á grínmynd.
 • Hlusta á skemmtileg podcöst.
 • Gera eitthvað af áhugamálunum mínum amk. einu sinni í viku, en þá er ég að tala um þessi „stærri“ og þau sem taka mikin tíma eins og til dæmis að mála.
 • Gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt á hverjum degi, hvort sem það er að hekla eða annað.
 • Það hjálpar mér líka að skipta heimilisþrifunum niður yfir vikuna til þess að viðhalda hreinu heimili og þá er ég líka miklu fljótari að gera hvert verk fyrir sig og þá virðast þau ekki eins „yfirþyrmandi“.
 • Halda rútínu.
 • Skrifa niður það jákvæða sem gerðist yfir daginn.
 • Gera matseðil fyrir vikuna.
 • Fara í búð aðeins einu sinni í viku og kaupa þá allt inn í einu.
 • Dekra við sjálfa mig, td. að setja á mig maska og lita augabrúnirnar.
 • Gera góðverk, þau geta verið lítil eins og til dæmis að hrósa einhverjum.

  En listinn getur verið endalaus svo ég ætla að stoppa hér í bili. En vonandi getið þið nýtt ykkur þessa punkta og gert vel við ykkur í vetur og notið lífsins !


Minn instagram miðill : katrineva_99

Þangað til næst !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s