Lífið, Valdís Ósk

Hver er Valdís – uppfært!

Hæhæ. Ég heiti Valdís Ósk Pétursdóttir Randrup.

Ég er 23 ára einstæð móðir á Akranesi. Sonur minn heitir Sveinn og er að verða 9 mánaða. Hann er fæddur 19.Febrúar 2020. Ég er lærður förðunarfræðingur úr Mood Makeup School. við Svenni búum hjá foreldrum mínum en erum á biðlista eftir íbúð hér á Akranesi. Ég hef verið á þessu bloggi í nokkur ár en fannst orðið tímabært að fara uppfæra upplýsingarnar um mig.

Áður en ég varð ólétt þá var ég í FMOS að taka grunninn fyrir íþróttafræði, en vegna hrikalegrar morgunógleði þá þurfti ég að taka aðra pásu í náminu en ég stefni á næsta ári vonandi að komast í nám. Ég var að vinna á Kringlukránni sumarið sem ég fann út að ég væri ólétt, en fór frá þeirri vinnu yfir á atvinnuleysisbætur til að reyna finna mér vinnu hér á Akranesi þar sem ég flutti heim aftur frá þáverandi kærasta.

Ég er ekki með neina sérstaka stefnu á lífinu nema bara láta mér og Svenna litla líða vel í núinu. Við erum að vinna í því að koma okkur í góða rútinu en er samt mjög erfitt að sökum covid. Við erum mikið að hanga inni þessa dagana en reynum að skella okkur út reglulega að leika og fá okkur frískt loft í leiðinni.

Ég er greind með kvíða og þunglyndi, var greind með það sama sumar og ég varð ólett. Þegar ég var búin að eiga Svenna fór ég í skimun fyrir fæðingarþunglyndi og kvíða, þar er ég að skora frekar hátt, en engin furða eftir það sem ég var búin að ganga í gegnum á fyrstu dögunum (ætla samt ekkert inná það).

Ég hlakka til komandi tíma með ykkur hérna þar sem það er margt gott að fara gerast hér inná ❤

En þangað til næst, getið þið fylgst með mér á instagraminu mínu, @valdis97

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s