Núna þessa dagana erum við mamma og pabbi að reyna vinna með aftur í svona milljónasta skiptið að gera matseðil fyrir vikuna til að spara okkur tíma til að hugsa út í hvað ætti að vera í matinn. Það tók okkur pabba nokkrar mínútur að finna út hvað það ætti að vera í matinn alveg í heila viku. Vanalega er fólk að vinna með mánudegi til sunnudags en við ætlum að prufa að vera með frá miðvikudegi til þriðjudags.
Ég hef oft séð fólk vera vesenast með hvað þau ættu að hafa í matinn hjá sér þannig ég ætla að deila með ykkur hvað er í matinn þessa vikuna.
Miðvikudagur: Pylsur með öllu tilheyrandi
Fimmtudagur: Svikin héri með baconi og rótargrænmeti
Föstudagur: Bjúgur með uppstúf og kartöflum
Laugardagur: Lasanga með soðnu grænmeti
Sunnudagur: Kjúklingur og Franskar
Mánudagur: kjúklingamolar með kartöflumús
Þriðjudagur: Sænskar kjötbollur með soðnu grænmeti
Þangað til næst, getið þið fylgst með okkar Sveins lífi á instagraminu mínu. @valdis97 ❤