Ævintýraferð til Rússlands!

Þegar það var staðfest að ég væri að fara sem au pair til Finnlands 2019 bjóst ég ekki við því að þetta myndi vera eitt besta sumar sem ég hefði einhverntíman upplifað. Ég fékk yndislega fjölskyldu og við töluðum snemma um það að fara í ferð til Rússlands því það var eitthvað sem mig hefði lengi langað til að gera.

Það var smá vesen að skipuleggja ferðina þar sem það þarf visa til að fara þangað og ég hélt í smá tíma að við myndum ekki fara þar sem við nenntum ekki visa veseni. En þá fann fjölskyldan mín í Finnlandi fullkomna lausn! Það er skemmtiferðaskip sem fer frá Helsinki til Pétursborgar og stoppar þar í einn dag áður en skipið fer aftur til Helsinki.

Við byrjuðum á því að taka lest frá Lieksa þar sem ég bjó til Joensuu sem er klukkutíma í burtu. Svo tókum við næstu lest sem fór til Helsinki. Við vorum samtals ca 5 tíma að fara til Helsinki. Það voru ennþá nokkrir tímar í það að við gætum farið í skipið þannig við fórum og fengum okkur að borða og fórum síðan á leikvöll með strákinn.

Svo fórum við í skipið sem heitir Princess Anastasia. Við fórum með dótið okkar í herbergin okkar, fengum okkur að borða og skoðuðum okkur um. Það var orðið frekar seint þannig við ákváðum að fara bara inn í herbergi þar sem við þurftum að vakna snemma til að fara í morgunmat þar sem við myndum vera komin til Pétursborgar kl 8 um morgunin og þyrftum að fara úr skipinu klukkan 10.

Við náðum að skoða mjög mikið miðað við það að hafa bara verið þarna í einn dag. Við löbbuðum hvert sem við fórum og þannig náðum við að skoða svona mikið.

First staðurinn sem við fórum á var Winter palace. Við stoppuðum þar mjög stutt bara til að sjá bygginguna og torgið.

Winter palace

Svo fórum við í kirkjuna Savior of the spilled blood, það er virkilega áhugaverpur staður þar sem Alexander II dó. Það var byggt kirkjuna yfir staðinn sem hann dó en upprunalegi stígurinn er ennþá þarna sem var mjög áhugavert.

Svo náðum við að skoða Peter and Paul fortress sem var skemmtilegt, það var frekar langt að labba þangað þannig ég var ekki viss um hvort við gætum farið. á meðan við vorum þarna var skotið úr gömlum fallbyssum þarna, ég vissi ekki að það væri að fara að gerast og mér hefur aldrei brugðið jafn mikið í mínu lífi en eftir sjokkið var þetta fyndin saga þar sem ég stóð fyrir utan kirkju og æpti „holy shit“… ég fékk nokkur ill augu.

Við náðum að labba framhjá St. Isaac’s cathedral en komumst því miður ekki inn í kirkjuna þar sem það var svo löng biðröð. Kirkjan er virkilega falleg og risastór.

Við enduðum á því að fara á þetta rosa fallega kaffihús.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s