Siglufjörður

Við fórum um helgina til Siglufjarðar með tengdafjölskyldunni minni. Frábær ferð í alla staði! Við hefðum mátt vera heppnari með veður hinsvegar, en það rigndi allan tímann.
Við lögðum af stað á fimmtudeginum upp úr hádegi og vorum ekkert að drífa okkur þar sem við vorum öll að reyna að vera í samfloti. Við stoppuðum í Borgarnesi, Staðarskála, Blönduósi og Sauðárkróki áður en við komum að Siglufirði.

Við gistum í húsi pabba, tengdapabba míns sem er í aðalgötunni í bænum. En tengdapabbi minn ólst upp á Siglufirði og er þetta æskuheimilið hans. Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir þegar að við mættum í húsið, við vorum að spjalla og hafa það notalegt. Enduðum svo kvöldið á því að fá okkur geðveikar samlokur sem tengdó og systir hennar gerðu.

Þegar að við vöknuðum á föstudeginum þá voru þau búin að fara í bakaríið og við vöknuðum við góðan morgunmat frá besta bakaríi landsins. Við fórum svo inn á Akureyri og skoðuðum jólahúsið og flugvélasafnið. Við Samúel og Elmar fórum svo og hittum systkini Samúels og mömmu þeirra sem búa á Akureyri. Eftir það drifum við okkur inn á Siglufjörð þar sem við vorum að fara að borða á Hotel Siglunes – það var æðislegur matur. Hér getið þið bókað borð og þau eru með nýjan matseðil daglega eða vikulega og deila því á Facebook. Við fórum í 3 rétta máltíð sem var 5.990 kr á mann.
Við fengum súpu í boði hússins til að byrja með útaf veðri, í forrétt var sjávarrétta salat, aðalrétt var lamba skanki og í eftirrétt ostakaka sem var heimagerð, úr heimagerðum ost. En á þessum veitingarstað er Marakkóskur kokkur sem eldar matinn á Marakkóskan hátt, með íslenskum hráefnum! Þetta var ákveðin reynsla að borða þennan mat, ég er ekki mikið fyrir sjávarrétti en ég smakkaði allt á disknum, það var misgott en leit allt mjög svo vel út! Lambið var geðveikt vægast sagt. Og ég er ekki fyrir ostaköku, en ég smakkaði hana.
Við Samúel enduðum svo kvöldið á kaffi rauðku í drykk með bróðir hans og kærustu hans og fórum svo að spila þegar við komum upp í hús. Enduðum svo aftur kvöldið á geðveikum steiktum samlokum á pönnu.

Á laugardeginum vöknuðum við aftur við bakarísmat, fórum að skoða Síldarminjasafnið og svo upp í hús að borða hádegismat. Við fórum svo í bruggtúr í Segul 67, mæli með! Mér fannst öll smökkin góð, misgóð en mjög góður bjór sem þau búa til! Hann fer alveg með mér heim úr ríkinu næst.
Eftir bruggtúrinn fórum við upp í hús og fengum okkur pizzur frá Torginu. Þær voru geðveikar, botninn var mjög góður og voru allir mjög sáttir.
Eftir pizza veisluna þá fórum við að spila, spiluðum Partners (mjög gott spil) og yatzi (klassískt).

Á sunnudeginum þá gengum við frá, pökkuðum í bílinn og keyrðum svo smá hring um Siglufjörð áður en við fórum heim. Ég sýndi Samúel og bróðir hans hvar ég var í 10.bekk (bygginguna sem skólinn var) og svo tók ég myndir af fallegum stöðum í bænum.
Við lögðum svo af stað heim.

Þessi ferð var svo æðisleg í alla staði og erum við spennt fyrir annarri!
Ég ætla að deila með ykkur myndum frá ferðinni.

Ég mæli svo mikið með því að fara í bruggtúr í Segul 67, borða á Torginu, kíkja á Kaffi Rauðku, Síldarminjasafnið, fara í bakaríið og smakka litlu snúðana og taka rölt um bæinn (hefðum labbað ef það hefði ekki verið hellidemba allan tímann). Þetta er svo rosalega fallegur bær!
Svo gerðum við það ekki þar sem við höfðum ekki tíma í það, en ég hef heyrt margt gott af vöfflum á Hannes Boy og súkkulaðinu í Frida súkkulaðikaffihúsinu.

Þangað til næst,

Þið finnið mig á instagram @annarosaosk

Ein athugasemd við “Siglufjörður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s