Luxury brownies

Það sem þarf í þessa köku er:

 • 150gr smjör við stofuhita
 • 200gr suðusúkkulaði (bráðið)
 • 1 bolli sykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • ¼ tsk salt
 • 1 msk bökunarkakó
 • 2 egg
 • 2 msk volgt vatn
 • 2/3 bolli hveiti
 • Milka karamellusúkkulaði
 • Rjómasúkkulaði dropar


  Aðferð
 1. Hitið ofninn 175 gráður
 2. Spreyið um 20x20cm ferkantað form með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á) og leggið bökunarpappír í formið svo hann standi uppúr amk á 2 hliðum (til að hægt sé að lyfta kökunni upp þegar hún er tilbúin).
 3. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
 4. Bætið eggjum og vanilludropum samanvið og skafið niður á milli.
 5. Næst fer bráðið súkkulaðið í blönduna og að lokum öll þurrefnin.
 6. Hrærið rólega þar til allt er vel blandað og varist að vinna deigið ekki of lengi.
 7. Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út aðeins með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.
 8. Þegar þið takið kökuna úr ofninum er milka súkkulaðið sett yfir ásamt rjómasúkkulaðidropunum.
 9. Þegar kakan er orðin köld er hún skorin í hæfilega bita og gott er að bera hana fram með rjóma/ís og einnig jarðaberjum.

Þangað til næst

Kolbrún Erla

Minn miðill : kolbrunerla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s