Fallega landið okkar.

Við fjölskyldan vorum að ferðast í 2 vikur og skoðuðum fullt af flottum stöðum og eru enn fleiri staðir sem við eigum eftir að skoða. Náttúran okkar er svo falleg.

Við byrjuðum á því að gista 2 nætur í Ásbyrgi. Vinur okkar kom með okkur og áttum við mjög notalega stund daginn sem við komum. Á Sunnudeginum sendi ég strákana í smá göngu upp Eyjuna og tóku þeir fullt af myndum til að sýna mér þar sem ég get ekki labbað hana. Við skoðuðum Botninn og fengum líka þetta æðislega veður.


Á þriðja degi kíktum við í dimmuborgir. Við ætluðum að skoða mikið meira en ég var orðin svo uppgefin í fætinum. Dimmuborgir heilla alltaf jafn mikið.


Við keyrðum til Egilsstaða og gistum þar eina nótt.
Á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum fengum við fullt af ‘afsláttar miðum’ með afsláttum og 2 fyrir 1 og fleira. Það var að hægt nota þetta á söfn, matsölustöðum og fleira
Bara ef við hefðum verið lengur á Egilsstöðum þá hefðum við klárlega skoðað meira. svo fann ég búð á Egilsstöðum sem heitir „hús handanna“ og er með vistvænum vörum og var ég alveg heilluð upp úr skónum!

Um kvöldið lögðum við af stað til að finna næsta stað til að gista á og keyrðum við nokkra firði því það var helli demba og við nenntum nú ekki að tjalda í rigningunni. Við enduðum í Djúpavogi og skoðuðum aðeins þar í kring.
Í Djúpavogi var safn/kaffihúsið Langabúð sem við fórum á með allskonar gömlum munum og safn frá manni sem var að skera út andlitsmyndir, húsgögn og fleira. Við skoðuðum líka eggin í Gleðivík. Á leiðinni á næsta stað stoppuðum við og skoðuðum Jökulsárlón og var frekar lítið að sjá sem var mjög leiðinlegt. Það var líka kalt og mikil rigning.

Við héldum svo áfram og skoðuðum mikið á leiðinni. Við stoppuðum á kaffihúsi sem heitir The Viking Cafe og var flott þjónusta þar. Það er hægt að borga til þess að keyra og skoða ‘Víkinga bæ’ sem átti að vera sett fyrir kvikmynd. Það er margt fleira sem er hægt að skoða þarna og er eftirsóttast að fara þanngað og taka náttúrumyndir, við hefðum farið en það var svo mikil þoka að það hefði í rauninni ekkert sést.

Við enduðum svo á Kirkjubæjarklaustri og gistum 2 nætur þar og vá vá vá þetta er svo fallegur staður. Tjaldstæðið var æðislegt með góðri þjónustu, við kíktum í sund og við skoðuðum heilan helling þarna. Við skoðuðum t.d. Eldhraun, Fjaðrárgljúfur, Dverghamra, Systrafoss, Kirkjugólfið, Stjórnarfoss og fleira sem við sáum á meðan við keyrðum.

Á leiðinni í Borgarfjörðinn stoppuðum við í Slakka og Bríet öskraði allan tímann „VÁÁ!“ þegar hún sá dýrinn. Hún skemmti sér vel og fékk líka að klappa kanínu.

Við mættum í Borgarfjörðinn á föstudegi og vorum þar í viku í bústað með fjölskyldu Ísaks. Við skoðuðum mikið þarna í kring og fórum 2x til Reykjavíkur. Við fórum til Reykjavíkur á sunnudeginum og kíktum í brunch á Hillton hótelinu og eftir mat varð ég að fara til læknis þar sem sjálfsofnæmið mitt var orðið svo slæmt að ég gat lítið borðað því það var eins og það væri kviknað í tunguni minni og ég var orðin rosalega bólgin í munninum. Við skoðuðum Árbæjarsafnið og vorum svo heppin að það var frítt inn og litla upplifunin sem þetta safn er.

Við notuðum ferðagjöfina okkar í hellaskoðun The Cave og var það ekkert smá skemmtilegt ! Kostar alls ekki mikið í þennan helli og er þetta ca 1 og hálfur tími. Eftir hellaskoðunina fórum við í sund á Húsafelli. Næstu daga var farið í göngutúra, Verslunarferð til Reykjavíku, folf á Bifröst og fleira.

Við enduðum ferðalagið okkar á því að fara á ættarmót á Kóparskeri. Þetta var ekkert smá skemmtilegt ferðalag. Hver þarf að fara til útlanda þegar maður býr á svona flottu landi sem hefur endalaust af náttúruperlum til að skoða.

Þangað til næst

Kolbrún Erla
Instagram: Kolbrunerla

Ein athugasemd við “Fallega landið okkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s