Akureyri

Eins og kom fram í síðustu færslu þá fórum við í enda júní til Akureyrar. Við skoðuðum og gerðum margt og langaði mig til að deila því með ykkur í myndum og texta.
Við lögðum af stað frá Reykjavík 26.júní og komum heim 4.júlí.
Við byrjuðum laugardaginn á því að fara í Glerártorg, skoða Daladýrð og Jólahúsið.

Á sunnudeginum fórum við svo niður í bæ, sátum á Centrum og fengum okkur að borða og drekka. Mjög notarlegur og góður dagur.

Á mánudeginum fórum við Demantshringinn og getið þið skoðað færsluna um hann hér.
Á þriðjudeginum átti mamma afmæli og nutum við sólarinnar þangað til við fórum á Bryggjuna um kl 19. Þar hitti Elmar litla stelpu á næsta borði og voru þau svoo krúttleg saman að naga stólana sína.. haha.

Svo nutum við bara sólarinnar, horfðum á litla bróðir minn keppa, fórum á Pizzasmiðjuna (mögulega bestu ostabrauðstangir sem ég hef smakkað!)

Við Elmar fórum heim á bílaleigubíl á laugardeginum og stoppuðum við á Stykkishólmi þar sem Samúel var í útilegu, en fórum svo heim sirka 1 og hálfri klst síðar.

Þessi ferð var mjög fín, skoðuðum margt fallegt og maður sá bara þegar maður var að keyra hvað við eigum ótrúlega fallegt land!
Núna um helgina förum við mest megins af stelpunum á Uglur í bústað saman og munum við sýna frá á Instagram og deila færslum eftir helgina.
Helgina eftir það þá förum við litla fjölskyldan með tengdafjölskyldunni á Siglufjörð og verður það æðisleg ferð, hlakka til að deila henni svo með ykkur!

Þangað til næst,

Þið finnið mig á Instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s