Dagsferð í Borgarfjörð

Við Halldór ákváðum í gær að fara smá ferðalag með Hannes Breka. Dagurinn var æðislegur og kostaði okkur rosa lítið. Ég mæli svo mikið með því að fara svona dagsferðir að skoða Ísland því það er svo margt skemmtilegt hægt að gera og mikið af náttúruperlum hérna á Íslandi. Það er líka auðvelt að komast upp með lítinn kostnað en fyrir utan mat, bensín og sundgjald kostaði þetta okkur ekki neitt. Við náðum ekki að gera nærrum því allt sem okkur langaði því það er svo margt í boði og við munum klárlega reyna að fara fleiri svona ferðir í sumar.

Skrúðvangur

Við byrjuðum á því að fara í Skrúðvang sem eru gróðurhús á Laugarbakka. Ef þið eigið leið um Húnaþing vestra mæli ég með að kíkja þangað en það er ótrúlega fínt þarna hjá þeim. Þau rækta gulrætur, tómata, kóríander, jarðarber og baunagrös svo eitthvað sé nefnt. Þau eru líka með hænur og bjóða upp á egg og svo er annar núverandi eiganda einnig eigandi Vatnsnes Yarn og í búðinni þeirra er hægt að kaupa garnið hennar ásamt öðrum prjónavörum. Það voru eiginlega bara il jarðarber þegar við komum og við keyptum 2 öskjur hjá þeim sem við borðuðum á leiðinni. Ótrúlega góð og gaman að styrkja fyrirtæki í heimabyggð.

Grábrók

Fyrsti áfangastaður í Borgarfirðinum var svo Grábrók. Við stoppuðum frekar stutt vegna þess að það var frekar hvasst sem var ekki hentugt með lítið barn. Það er samt ótrúlega gaman að skoða Grábrók og mjög auðvelt að labba upp þar sem það er stigi alla leið.

Glanni og Paradísarlaut

Næst fórum við að Glanna sem er foss rétt hjá Bifröst og löbbuðum svo í Paradísarlaut sem er nokkurra mínútna ganga frá Glanna. Við settum niður teppi og leyfðum Hannesi Breka að teygja úr sér og drekka þar. Það er mikið af trjám á þessu svæði sem skapar mikið logn og tilvalið að fara þangað með svona kríli sem þola illa rokið. Svo er líka svo ótrúlega fallegt þarna.

Hraunfossar og Barnafoss

Við keyrðum svo að Hraunfossum sem eru staðsettir rétt hjá Húsafelli. Ég hafði aldreið komið þangað áður og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Fossarnir eru ótrúlega fallegir og vatnið alveg æðislega fallega blátt. Við stoppuðum á veitingastaðnum á svæðinu þar sem við fengum frábæra hamborgara og keyptum ís sem er framleiddur í nágreninu. Við fengum framúrskarandi þjónustu og ég get ekki mælt meira með því að stoppa þarna ef þið eigið leið um svæðið.

Varmaland

Við stoppuðum svo í sundlauginni í Varmalandi áður en við héldum heim. Það var rosalega fínt veður og gott að slaka aðeins á í heita pottinum eftir daginn. Sundlaugin er á sama svæði og tjaldsvæðið og notaleg stemming þarna í kring.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s