Listi fyrir útileiguna.

 • Núna erum við að fara í fyrsta skipti í útileigu án þess að vera með foreldrum okkar og eigum eingann útileigu búnað. Ég er búin að þurfa að google-a og leita mér að listum til að hafa til hliðar, á meðan ég pakka og versla fyrir útileiguna. Við keyptum okkur tjaldvagn því við nennum ekki að vera ferðast um í tjaldi með barn. Við fundum okkur æðislegann tjaldvagn sem kostaði okkur ekki mikið og þá kom að því að versla það sem þurfti. Hér er smá listi sem er hægt að hafa til hliðar þegar þið eruð á leið í útileigu.

  Útbúnaðarlisti
 • Teppi
 • diskar, glös, skálar og hnífapör. Helst að hafa þetta margnota. Gott að vera með plast eða bambus.
 • Eldhúsáhöld, dósaopnara, skurðarbretti og góða hnífa.
 • Krydd.
 • Gott að hafa með sér pressukönnu ef þú vilt fá þér kaffi.
 • Dósa- og flöskuopnara
 • Prímus / helluborð til þess að getað hitað sósu og þessháttar.
 • Eldspýtur og grillvökva.
 • Grill.
 • Sjúkrakassa með plástrum, augnskoli, flísatöng, sótthreinsandi efnum og fleiru.
 • Kassa til að geima þurrmat í.
 • Kælibox.
 • Lítinn kúst og fægiskóflu til að sópa.
 • Ruslapoka
 • Uppþvottarlög, uppþvottarburst.
 • Tusku og viskastykki.
 • Útihúsgögn, tjaldstóla og tjaldborð
 • Spil, folf diska, kubb, bolta.
 • Myndavél og hleðslutæki
 • Vasaljós eða annað ljós.
 • Þvottasnúru.
 • Matarfilma.
 • Álpappír.
 • Grilláhöld.
 • Gaskút.
 • Framlengingarsnúru fyrir rafmagn
 • Fjöltengi
 • Hitablásara
 • Flugnasprey
 • Sólarvörn
 • Sólgleraugu

  Útbúnaður fyrir ykkur
 • Ullarnærföt
 • Ullarpeysu
 • Regnföt
 • Ullarsokkar
 • Húfu og vetlinga
 • Góða skó
 • Nærföt
 • Peysur
 • Buxur sem eru helst ekki úr gallaefni sem dregur í sig kuldann.
 • Sundföt og handklæði
 • Tannbursta og tannkrem
 • Snyrtidót ( Sjampó, hárnæring, þvottapoki, blautklúta og fleira)
 • Sæng/svefnpoki, kodda og lak.
 • Leikföng fyrir barnið.
 • Kerru, kerrupoka, flugnanet og regnplast.
 • Létt föt.
 • Hlýföt.
 • Nóg af fötum á barnið ( buxur, peysur, sokka, náttföt og fleira)
 • Burðarpoka.
 • Bleyjur og Blautklútar.
 • Kúta.
 • Bossakrem, hitamælir, stíla og því sem fylgir barninu.

Þangað til næst

Kolbrún Erla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s