Vanillukaka með toblerone kremi.

Ég notaði vanilluköku uppskriftina frá Linduben.
Innihald.

 • 350 g smjör
 • 400 g sykur
 • 3 egg
 • 2 eggjahvítur
 • 1 msk vanilludropar
 • 350 ml súrmjólk
 • 420 g hveiti
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft

  Aðferð.
  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

  2. Byrjið á því að þeyta saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Setjið því næst eggin út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, það sama á við eggjahvíturnar. Bætið svo vanilludropunum útí og blandið.

  3. Í aðra skál blandið saman hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti. Setjið helminginn út í eggjablönduna ásamt helminginn af súrmjólkinni, blandið varlega saman, setjið restina og hveiti blöndunni og súrmjólkinni og hrærið þar til allt hefur blandast saman, passið að hræra eins lítið og hægt er.

  4. Takið þrjú 18 cm smelluform og smyrjið vel með smjöri. Skiptið deiginu á milli formana, gott að vigta deigið ef botnarnir eiga að vera nákvæmlega jafn þykkir, og bakið svo í miðjum ofni í u.þ.b. 40 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

  5. Gerið smjörkremið á meðan botnarnir kólna, sjá uppskrift hér fyrir neðan.

  Toblerone smjörkrem.
  Innihald.
 • 500gr flórsykur
 • 125gr smjör við stofuhita
 • 3 msk bökunarkakó
 • 2 stykki 100gr Toblerone (saxað)
 • ½ bolli rjómi (hitaður)

  Aðferð.
  1. Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og blandið rólega saman við hitaðan rjómann. Leyfið þessu svo að kólna aðeins.

  2. Hrærið saman flórsykur og smjör á lágum hraða þar til slétt og fellt. Bætið bökunarkakói útí og hrærið áfram.

  3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við flórsykursblönduna og hrærið í á meðan. Aukið hraðann og hrærið á góðum krafti í um 5 mínútur eða þar til kremið verður létt og loftkennt.

  Ég var með þrjá botna og eftir að ég setti kremið á setti ég karamellupopp ofan á. Ég keypti bara tilbúið pop þar sem ég hafði ekki tíma til að búa það til sjálf. Ég setti smá sýróp yfir poppið svo það myndi klístrast aðeins saman.

  Þangað til næst, njótið !

  Kolbrún ErlaFærðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s